„Óvenjuvillandi“ framsetning

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Eggert

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenjuvillandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina.

Hann greinir frá því að ákvörðun um að kíkja á hátíðina hafi komið upp skyndilega þar sem hann kom snemma í bæinn af ættarmóti á sunnudeginum, síðasta degi hátíðarinnar.  

„Framkvæmdastjóri hátíðarinnar tók vel á móti mér og leiddi mig um svæðið og sýndi mér skipulag og fyrirkomulag sem var satt best að segja mjög metnaðarfullt. Og það var sannarlega athugað af öryggisgæslunni að armbandið væri til staðar þegar við fórum milli ólíkra svæða hátíðarinnar. Listamanna-armböndin veittu þennan aðgang, en voru ekki til sölu. Þau var alls ekki hægt að kaupa. Hvað þá fyrir hálfa milljón.“ Þetta segir hann jafnframt í færslunni. 

Í færslunni er þess ekki getið hvers vegna umræddir miðar eru ekki skráðir í hagsmunaskráningu hans.  

mbl.is