Súkkulaðihrískökur innkallaðar

Kökurnar fóru í dreifingu í verslanir Heilsuhússins, Nettó og Melabúðarinnar.
Kökurnar fóru í dreifingu í verslanir Heilsuhússins, Nettó og Melabúðarinnar.

Heilsa ehf. hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað Amisa Lactose Free Rice Milk Chocolate Rice Cakes vegna mjólkur sem ekki er merkt sem ofnæmis- og óþolsvaldur í innihaldslýsingu vörunnar.

Kökurnar fóru í dreifingu í verslanir Heilsuhússins, Nettó og Melabúðarinnar, en innköllunin einskorðast við umbúðir með strikanúmerið 5032722312814 og best fyrir dagsetninguna 15.11.2019.

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir mjólkurvörum, en viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna og eru með ofnæmi- eða óþol fyrir mjólk og mjólkurafurðum eru hvattir til að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í versluninni þar sem hún var keypt.  Nánari upplýsingar veitir Heilsa ehf. í síma 517 0670. 

Uppfært 17. júlí: Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við leiðréttingar Matvælastofnunar á upprunalegri tilkynningu.

mbl.is