Þegar er erfitt að ferðast um

Fjöldi gildra stæðiskorta, P-merkja, fyrir hreyfihamlaða um mitt ár 2017 var 6.415 og þar af voru 4.247 á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi útgefinna korta allt árið 2016 var 1.526. Ekki fengust nýrri tölur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Handhöfum P-merkja verður í upphafi næsta árs heimilt að keyra vélknúin ökutæki á göngugötum og leggja þar í sérmerkt stæði, samkvæmt breytingu á umferðarlögum. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur aðrar lausnir ákjósanlegri en að hleypa bílum á göngugötur og hefur t.d. nefnt að tryggja megi aðgengi að tækjum til að fólk komist ferða sinna.

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, er ósammála Pawel og segir vegalengd frá brottfararstað skipta öllu máli. „Þótt sumir hafi skerta göngugetu geta þeir kannski gengið styttri vegalengdir. Það er mun meiri fyrirhöfn, þótt þú hafir aðgang að hjólastól, að ná í hann og koma þér í hann en að labba þessi fáu skref ef það er í boði,“ segir Bergur Þorri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert