13 kg af amfetamíni á tveimur mánuðum

Lögreglan hefur sterkan grun um að fíkniefni séu framleidd hér …
Lögreglan hefur sterkan grun um að fíkniefni séu framleidd hér á landi. mbl.is/Hari

Á síðustu tveimur mánuðum hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt hald á 13 kíló af amfetamíni í tveimur málum. Lögreglan telur að töluvert magn fíkniefna sé framleitt hér á landi sem er erfiðara fyrir lögregluna að finna því starfsemin er skipulögð. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum stöðvar tvö í kvöld.

Sjö einstaklingar sátu í gæsluvarðhaldi sem tengjast þessum tveimur málum. Í öðru þeirra voru þrír í gæsluvarðhaldi vegna skipulagðrar brotastarfsemi þar sem hald var lagt á þrjú kíló af amfetamíni, 90 grömm af kókaíni og 100 e- töflur.

Í hinu málinu voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald við rannsókn á umfangsmikilli framleiðslu á hörðum fíkniefnum.  

mbl.is