Níu eldingar við Þorlákshöfn

Elding í Vesturbæ fyrr á árinu.
Elding í Vesturbæ fyrr á árinu. Ljósmynd/Aðsend

„Ég stóð úti á svölum þegar þú hringdir,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofunni á Bústaðavegi. Hann hafði heyrt í þrumu inn um gluggann og þotið út í von um að berja hana augum.

Hann hafði ekki erindi sem erfiði.

Eldingin sem Óli heyrði í varð líklega í Esjuhlíðum, segir hann. Þar hefur mælst ein á veðurkortinu. Á milli tvö og þrjú í dag mældust níu eldingar við Þorlákshöfn þegar miklar skúrir gengu þar yfir. Eins hafa mælst eldingar við Þingvelli og við Nesjavelli.

Hér er myndband af þeim hamförum, sem Jón Karl Jónsson deildi á Facebook.

Miklar skúrir ganga yfir landmegin í kringum höfuðborgarsvæðið á svæði allt út að Kjalarnesi, austur fyrir og aftur yfir Hellisheiði og svo aftur vestur út undir Bláfjöll, að sögn veðurfræðings. Þær verða meiri þegar hafgolan hættir að halda þeim.

Eldingar geta fylgt veðrinu og þá er æskilegast að vera inni í bíl, innandyra almennt og ekki í sundlaugum úti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert