ALC leggur Isavia og fær þotuna

Þota WOW air sem deilt hefur verið um.
Þota WOW air sem deilt hefur verið um. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi Airbus A321 þotu sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði, þyrfti aðeins að greiða þá upphæð sem væri tengd vélinni en ekki allar skuldir annarra flugvéla á vegum WOW air við Isavia. ALC hafði þegar greitt um 87 milljónir sem voru skuldir beintengdar við vélina sem var kyrrsett og geta því strax undirbúið flutning vélarinnar frá vellinum. Isavia hafði farið fram á að ALC myndi greiða um tvo milljarða vegna skulda WOW air.

Undirbúningur fyrir flutning þegar hafinn

Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, staðfestir niðurstöðu héraðsdóms í samtali við mbl.is og segir að forsvarsmönnum ALC erlendis hafi þegar verið gerð grein fyrir niðurstöðunni og að undirbúningur fyrir flutning vélarinnar sé þegar hafinn.

Í úrskurði héraðsdóms er að sögn Odds fallist á kröfu ALC um að aðeins sé hægt að kyrrsetja vélina vegna kostnaðar sem kom til vegna hennar. ALC fékk sundurliðaða reikninga afhenda og hafði greitt 87 milljónir sem félagið taldi hafa fallið til vegna gjalda af vélinni í Keflavík. Isavia hefur hins vegar mótmælt því og sagt að gjöldin séu hærri, en að ómögulegt sé að finna út hvað kostnaður einnar vélar sé nákvæmlega, þar sem mikið sé um sameiginlegan kostnað fyrir allar vélar ákveðins flugfélags. Oddur segir að í úrskurðinum sé sönnunarbyrðin fyrir kostnaðinum lögð á Isavia og þar sem ekkert hafi komið sem sýni fram á aðra upphæð en 87 milljónirnar standi það.

Það mun taka einhvern tíma að koma vélinni í flughæft ástand, en hún hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í þrjá og hálfan mánuð. Oddur segir að sterkar öryggiskröfur séu í gangi og því þurfi að skoða vélina áður en hún sé flutt í burtu. „Félagið úti hefur þegar gripið til ráðstafana til að tryggja hagsmuni sína,“ segir hann.

Hættir að vera minnismerki um fall WOW

Oddur segist virkilega sáttur við úrskurðinn og að þessi niðurstaða hafi fengist í málið. „Þetta er í samræmi við það sem við byggðum á og líka í fyrra málinu sem fór bæði fyrir Landsrétt og Hæstarétt. Það er miður hvað það hefur tafist að fá þessa niðurstöðu, en þær tafir eru á reikning Isavia,“ segir Oddur og bætir við að þá hafi Landsréttur að mati Hæstaréttar einnig farið út fyrir meginreglur réttarfars í fyrri úrskurði sínum og það hafi tafið málið.

„En það þýðir ekki að gráta orðinn hlut, við erum glöð yfir að þessi niðurstaða sé komin,“ segir Oddur, en hann telur gott að vélin hætti að verða minnismerki um fall WOW air á Keflavíkurflugvelli.

Telja tjónið nema á annað hundrað milljónum

Isavia getur kært niðurstöðu héraðsdóms, en Oddur segir að slík kæra fresti þó ekki réttaráhrifum og því geti ALC tekið vélina af vellinum.

Spurður út í framhaldið og hvort ALC muni fara fram á bætur segir Oddur það liggja fyrir. Nú verði farið rækilega yfir tjón ALC vegna kyrrsetningarinnar og hvort Isavia beri þar ábyrgð. Muni ALC innheimta þá skaðabótakröfu og fara fyrir dómstóla ef þarf. Segir Oddur að miðað við það sem lögmenn ALC hafi tekið saman telji þeir tjónið þessa þrjá og hálfan mánuð vera komið á annað hundrað milljónir. „Það tjón er meira en það sem WOW skuldaði Isavia vegna þessarar þotu,“ segir hann að lokum.

mbl.is

Innlent »

Lærði mikið af hruninu

20:30 Ásgeir Jónsson, sem tók við embætti seðlabankastjóra í dag, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrir bankahrunið á hve veikum grunni bankarnir stóðu. Meira »

Þegar Íslendingar girntust Grænland

20:21 Einar Ben, Kristófer Kólumbus, Vidkun Quisling, þýskur bakari, rófubyssur, húsbruni og lagabókin Grágás. Allt kemur þetta við sögu er rifjuð er upp sú tíð þegar með Íslendingum bærðust glæstir draumar um nýtt landnám og eygðir voru möguleikar um að gera „litla og aflvana þjóð að voldugu heimsveldi“. Meira »

Leynist tyggjódólgur í Kjarnaskógi?

20:19 Einar Sigtryggsson, menntaskólakennari á Akureyri, hefur á síðustu fjórum vikum nánast fyllt 20 lítra fötu af tyggjóklessum sem hann tínir upp af göngustígnum í Kjarnaskógi á Akureyri. Meira »

Þúsundir sterataflna fundust í Norrænu

19:24 Þúsundir sterataflna, sem vandlega hafði verið komið fyrir í bifreið, fundust við komu Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir skemmstu og var það í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn stera var haldlagt á Seyðisfirði. Tveir voru handteknir. Meira »

„Ekkert mál“ að hjóla yfir hálendið

19:20 „Þetta hefur gengið mjög vel. Ekkert hefur bilað hjá mér sem ég átti alveg von á. Ég hef bara þurft að smyrja keðjuna tvisvar sinnum,“ segir Óskar Guðmundsson hjólagarpur með meiru sem er kominn til Reykjavíkur eftir að hafa hjólað yfir hálendið frá Fáskrúðsfirði rúmlega 600 kílómetra. Meira »

Úrvinnslunni „hraðað eins og kostur er“

19:07 „Þessi tvö erindi eru í meðferð og úrvinnslu þeirra verður hraðað eins og kostur er,“ segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins. Land­eig­endur í Ing­ólfs­firði hafa farið fram á frest­un réttaráhrifa. Meira »

Borgaraleg handtaka í Grafarvogi

19:00 Framtakssamur vegfarandi stöðvaði för manns í annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í dag, eftir að sá hafði keyrt utan í bifreiðar við Spöngina, og framkvæmdi borgaralega handtöku. Meira »

Íslendingar á Spáni fargi kjötbúðingi

18:55 Listeríumengaður kjötbúðingur frá vörumerkinu „La Mechá“ er talinn hafa valdið veikindum yfir 100 manns á Spáni, aðallega í Andalúsíu en vitað er um tilfelli víðar frá því í maí síðastliðnum. Meira »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn allt of langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »
Súper sól
Súper sól...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...