Fimm hundruð snæða skötu í Garði

Aldrei hafa jafn margir mætt á skötumessu í Suðurnesjabæ.
Aldrei hafa jafn margir mætt á skötumessu í Suðurnesjabæ. mbl.is/Guðni Einarsson

Um 500 manns eru saman komin í Gerðaskóla í Garði og snæða þar saman skötu, saltfisk, plokkfisk og annað góðgæti. Á dagskránni eru m.a. harmonikkuleikur, ræðuhöld og önnur skemmtiatriði.

Ekki eru allir sammála um ágæti skötunnar. Hún er þó …
Ekki eru allir sammála um ágæti skötunnar. Hún er þó borðuð með bestu lyst í Garði um þessar mundir. mbl.is/Guðni Einarsson

„Það hafa aldrei mætt svona margir. Það er verið að sækja meiri mat,“ sagði kampakátur Ásmundur Friðriksson þingmaður í samtali við mbl.is en hann er einn skipuleggjenda viðburðarins. Um góðgerðarviðburð er að ræða en Ásmundur sagði að styrkjum að andvirði fjórum milljónum króna yrði úthlutað bæði til samtaka og einstaklinga, þar af fengi björgunarsveitin mest. 

Á meðfylgjandi mynd má sá styrkhafana og/eða fulltrúa þeirra.  

Þeir sem hlutu styrk voru þakklátir fyrir hlýhuginn.
Þeir sem hlutu styrk voru þakklátir fyrir hlýhuginn. mbl.is/Guðni Einarsson
mbl.is