Bílar skullu saman nærri Blönduósi

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti einn farþega til Reykjavíkur, en lögregla segir …
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti einn farþega til Reykjavíkur, en lögregla segir meiðsli hans ekki mjög alvarleg. mbl.is/Jón Sigurðsson

Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys sem átti sér stað rétt utan við Blönduós klukkan rúmlega 11 í morgun.

Sex til viðbótar voru um borð í tveimur bílum sem skullu saman í grennd við bæinn Húnsstaði og voru þeir fluttir til aðhlynningar á sjúkradeild HSN á Blönduósi. Ekki þurfti að loka þjóðveginum vegna slyssins.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra er ekki talið að sá farþegi sem fluttur var með þyrlunni til Reykjavíkur sé mjög alvarlega slasaður, en vissara þótti þó að hafa fyrirvara á og flytja hann suður.

mbl.is