Einn greindist með mislinga í Reykjavík

Viðkomandi hafði ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum.
Viðkomandi hafði ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum. Haraldur Jónasson/Hari

Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið á ferðalagi í Úkraínu, þar sem mislingafaraldur hefur geisað á undanförnum árum.

Þetta kom fram á vef landlæknis í gær. Þar segir að viðkomandi hafi ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum en að honum heilsist vel eftir atvikum. Ekki er vitað um fleiri smit á þessari stundu.

Fram kemur að unnið verði samkvæmt áætlunum sem notaðar voru í síðasta mislingafaraldri hér á landi í febrúar og mars í ár og að haft hafi verið samband við einstaklinga sem kunni að hafa smitast af þessum sjúklingnum. Einnig hefur heilbrigðisþjónustan verið upplýst og aðilar beðnir um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum mislingatilfellum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »