Eldur í loftpressu í íþróttahúsi

Starfsmenn náðu að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á …
Starfsmenn náðu að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Eldur kviknaði í loftpressu í kjallara íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í kvöld. Starfsmenn höfðu snör handtök og náðu að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Töluverður reykur hafði náð að berast í sundlaugarsal og því var reykræst. Tjónið var minni háttar. 

Þetta kemur fram í Facebook-færslu slökkviliðsins.

 

mbl.is