Eldur í rusli við Álfhólsskóla

Greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem skapaði þó talsverða hættu.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem skapaði þó talsverða hættu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í rusli við Álfhólsskóla í Kópavogi um miðnætti í gær. 

Greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem skapaði þó talsverða hættu vegna nálægðar ruslsins við klæðningu skólabyggingarinnar.

Þegar búið var að slökkva eldinn kældu slökkviliðsmenn klæðninguna með vatni og stóðu vörð um skamma stund til að ganga úr skugga um að glóð hefði ekki komist í hana.

mbl.is