Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en hann hljóðaði upp á 616 milljónir króna. Enginn hlaut heldur annan vinning, þar sem rúm 31 milljón króna var í boði.
Þriðji vinningur gekk heldur ekki út en þar voru um 1,5 milljónir króna í pottinum.
Enginn hérlendis var með jókertölurnar réttar í réttri röð. Þar voru 2 milljónir króna í pottinum.
Fjórir voru með fjórar jókertölur réttar í réttri röð. Miðarnir voru keyptar í Skalla, lotto.is, Lottó-appinu og í áskrift.
Vinningstölurnar: 9-23-29-32-34-41
Víkingatalan: 7
Jókertölurnar: 8-6-3-4-4