Gunnar í varðhaldi til 11. september

Mehamn, hluti af sveitarfélaginu Gamvik í Finnmörk.
Mehamn, hluti af sveitarfélaginu Gamvik í Finnmörk. Ljósmynd/Atli Steinn Guðmundsson

Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa orðið hálf­bróður sín­um Gísla Þór Þór­ar­ins­syni að bana í Mehamn í Noregi í lok apríl, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september. 

Torstein Pettersen, stjórnandi rannsóknar málsins, staðfestir þetta við blaðamann mbl.is.

Rannsókn er ekki lokið en lögreglan stefnir á að ljúka henni áður en gæsluvarðhald rennur út.

Gunn­ar er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór á heim­ili hans í Mehamn aðfaranótt 27. apríl.

Gísla Þór blæddi út eftir að hann var skotinn í lærið. Sjúkraflutningamenn þurftu að bíða eft­ir lög­regl­unni í 40 mín­út­ur fyr­ir utan heim­ili Gísla Þórs í Mehamn, þar sem þeir máttu ekki fara inn í húsið án lög­reglu. 

mbl.is