Isavia búið að kæra til Landsréttar

ALC vinnur nú að því að koma flugvélinni úr landi …
ALC vinnur nú að því að koma flugvélinni úr landi á meðan Isavia hefur kært þá niðurstöðu héraðsdóms að áfrýjun til Landsréttar fresti ekki réttaráhrifum. Kapphlaupið er hafið. Mynd/mbl.is

„Við erum búin að kæra til Landsréttar þar sem við óskum eftir því að hnekkja þeirri ákvörðun að réttaráhrifum verði ekki frestað,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is.

Spurður hvort að kæran snúi einungis að þeirri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að hafna kröfu Isavia um að málskot til Landsréttar frestaði ekki réttaráhrifum úrskurðar héraðsdóms bætti hann við: „Já það er lykilatriði akkúrat núna.“

Héraðsdóm­ur Reykja­ness úr­sk­urðaði í morg­un að ALC, eig­andi Air­bus breiðþotu sem WOW air hafði á leigu fyr­ir gjaldþrot fé­lags­ins og hef­ur verið kyrr­sett á Kefla­vík­ur­flug­velli síðustu mánuði, þyrfti aðeins að greiða þá upp­hæð sem væri tengd vél­inni en ekki all­ar skuld­ir annarra flug­véla á veg­um WOW air við Isa­via. ALC var talið hafa sýnt fram á greiðslu allra skulda sem tengdar voru vélinni og því var félaginu veitt umráð yfir vélinni.

Vinna við flutning flugvélarinn þegar hafinn

„Stutta svarið er að það verður gert það sem þarf að gera,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, í samtali við mbl.is spurður hvað sé verið að gera til að koma flugvélinni í flughæft ástand og úr landi. Hann bætir því við að um algjört forgangsverkefni sé að ræða.

„Hagmunirnir eru auðvitað það miklir að það er forgangsverkefni að uppfylla öll skilyrði svo vélin geti farið. Við höfum þegar hafið undirbúningsaðgerðir.“ Það er ekki enn komið á hreint hversu langan tíma það tekur en það eru líklega nokkrir dagar.

Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC.
Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina