Lét vanskil viðgangast mánuðum saman

Isavia fer með rekstur Keflavíkurflugvallar.
Isavia fer með rekstur Keflavíkurflugvallar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjárhagslegir hagmunir ALC, eigandi Airbus breiðþotunnar sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldbrot flugfélagsins og Isavia kyrrsetti vegna skulda WOW, eru „mun miklu meiri“ en fjárhagslegir hagsmunir Isavia. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í morgun.

Niðurstaða héraðsdóms var sú að ALC þyrfti aðeins að greiða þá upphæð sem WOW air skuldaði Isavia og beintengd var flugvélinni en ekki allar skuldir vegna annarra flugvéla á vegum WOW air.

Þar sem ALC hafði þegar greitt um 87 milljónir vegna flugvélarinnar var fallist á beiðni félagins um að aflétta kyrrsetningunni. Ekki var fallist á beiðni Isasvia um að fresta réttaráhrifum úrskurðarins þangað til Landsréttur hefur tekið málið fyrir og því getur ALC strax hafið undirbúning að því að flytja vélina frá Keflavíkurflugvelli.

Landsréttur tók ekki til greina greiðslu ALC

Í málinu krafðist ALC þess að flugvélin sem er af gerðinni Airbus 321-211 með skráningarnúmerið TF-GPA yrði tekin úr vörslum Isavia og afhent ALC. Isavia krafðist aðallega þess að kröfunni yrði vísað frá dómi en til vara að kröfunni yrði hafnað.

Frávísunarkrafan var byggð á því að Landsréttur væri þegar búinn að dæma um efni kröfunnar og hún ætti því ekki erindi fyrir héraðsdóm. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfunni um frávísun meðal annars vegna þess að breyttar aðstæður vegna greiðslu skuldar ALC vegna flugvélarinnar til Isavia hefðu ekki komið til skoðunar fyrir Landsrétti.

Isavia sýndi ekki fram á ógreidd gjöld

Þá var um það deilt í málinu hvort að Isavia gæti kyrrsett vélina, á grundvelli ákvæðis loftferðarlaga, vegna allra skulda WOW air eða einungis vegna skulda sem beintengdar voru vélinni. Héraðsdómur rakti þróun umrædds ákvæðis og sagði svo:

„Með breytingum á ákvæðinu er hvergi að finna, þrátt fyrir útvíkkun ákvæðisins, umfjöllun um að heimilt sé að beita ákvæðinu gegn eiganda loftfars vegna skulda umráðamanns [WOW air] sem stofnast hafa vegna viðskipta annarra umráðamanna eða eigenda og er óviðkomandi umræddu loftfari.“

Þá var skuld ALC við Isavia vegna flugvélarinnar talin greidd að fullu þar sem Isavia hafði ekki, „þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir“, sýnt fram á ógreidd gjöld vegna flugvélarinnar.

Hafnaði kröfu um frestun réttaráhrifa

Isavia krafðist þess einnig að áfrýjun til æðri dóms myndi fresta réttaráhrifum niðurstöðu héraðsdóm þannig að flugvélin yrði áfram í vörslu Isavia þangað til Landsréttur gæti úrskurðað um málið.

Var sú krafa byggð á þeim rökum að ALC væri „skúffufyrirtæki“ og að þegar vélin færi úr landi yrði nýtt félag búið til um hana þannig að Isavia gæti ekki lengur sótt greiðslur til ALC og því væru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi.

Héraðsdómur viðurkenndi að miklir fjárhagslegir hagsmunir væru í húfi en bætti við að „þrátt fyrir það hefur gerðarþoli [Isavia] látið vanskil viðgangast mánuðum saman með þá vitneskju að eignarhald vélarinnar sé hjá „skúffufyrirtæki““ og að fjárhagslegir hagsmunir ALC væri „miklum mun meiri“ en fjárhagslegir hagsmunir Isavia. Var kröfunni því hafnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

Í gær, 19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

Í gær, 19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »

Bækur og baðstrandir Braga á Skaga

Í gær, 19:15 Bragi er búinn að standa í bókaútgáfu í nær 60 ár og nú þarf að flytja bækurnar úr einbýlishúsinu yfir í fjölbýlishúsið. Ærið verkefni. En Skaginn er í blússandi uppgangi og Bragi fylgist ánægður með. Meira »

Lambahryggir vógu að rótum hjartans

Í gær, 18:30 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi ráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni á Hólahátíð í dag. Eða það sagði hún að hún ætlaði að gera, í samtali við mbl.is fyrr í dag, þar sem hún deildi hluta af Hólaræðu sinni og hugleiðingum um hin ýmsu mál. Meira »

Útkall vegna brimbrettakappa

Í gær, 17:59 Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Siglufirði voru kallaðar út síðdegis vegna brimbrettakappa sem voru komnir í ógöngur við fjöruna við Kleifarveg í Ólafsfirði. Þeir komust sjálfir í land. Meira »

Þvoi bíla frekar á þvottaplönum

Í gær, 17:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur beinir því til íbúa borgarinnar að bílaþvottur með efnum við heimahús sé alls ekki æskilegur, eftirlitið fær á hverju ári ábendingar um mengun sem berst með ofanvatni í árnar, vötnin og strandsjóinn í Reykjavík. Meira »

Vetraráætlun tekur gildi á morgun

Í gær, 17:35 Vetraráætlun Strætó tekur gildi á morgun og verða þá ákveðnar breytingar gerðar á leiðakerfi fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Heimsókn eftir sjö áratugi

Í gær, 17:30 Fjarlægð og tími fá ekki grandað fallegum vinskap vinkvennanna Ásu Jónsdóttur og danskrar æskuvinkonu hennar Anne Lise Caiezza. Nú, tæpum sjö áratugum síðar er Anne Lise loks komin í heimsókn til Íslands í fyrsta sinn. Meira »

Fékk áfall þegar hann sá myndbandið

Í gær, 16:35 Ugg setur að íbúum í Vesturbænum eftir að íbúi á Álagranda birti myndband af bréfbera sem reyndi að fara inn á heimili hans að næturlagi. Póstdreifing sá til þess að bréfberanum yrði vikið úr starfi. Meira »

Hvað viltu vinkonu minni?

Í gær, 15:50 „Fram að þessu höfum við ekki haft tækjabúnað til að kanna nákvæmlega hversu langt kríurnar fara, hvaða leiðir þær fara og hversu oft þær stoppa á leiðinni, ef þær stoppa þá yfirleitt, hvað þær eru lengi á leiðinni og hversu hátt þær fljúga, svo dæmi sé tekið.“ Meira »

Leit með kafbáti ekki borið árangur

Í gær, 14:50 Leit að líki belgíska ferðamannsins sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn í vikunni hófst að nýju klukkan níu í morgun og stendur enn yfir. Í dag hefur leitin einungis farið fram með litlum kafbáti eða neðansjávardróna sem stjórnað er af tveimur mönnum í báti. Meira »

Launahækkanir ríkisforstjóra „sláandi“

Í gær, 13:27 „Mér finnst mest sláandi við þetta hvað það er við fyrstu sýn mikið ósamræmi í launaákvörðunum eftir fyrirtækjum. Það er merkilegt að sjá að það virðist ekki vera nein samræmd stefna ríkisins hvað varðar þessi mál,“ segir þingmaður Viðreisnar, um launahækkanir ríkisforstjóra síðustu tvö ár. Meira »

Okjökull kvaddur með viðhöfn

Í gær, 12:48 „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok en hann er fyrstur íslenskra jökla til að hverfa á tímum loftslagsbreytinga,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem í dag er viðstödd fjölmenna minningarathöfn um Okjökul í Borgarfirði. Meira »

Samband Íslands og Þýskalands

Í gær, 12:15 „Þessar heimsóknir leiðtoga Þýskalands leiða hugann að margþættu sambandi ríkjanna tveggja, Íslands og Þýskalands, sem á sér aldalanga sögu,“ skrifar Svana Helen Björnsdóttir í tilefni af komu Angelu Merkel Þýskalandskanslara til Íslands á morgun. Meira »

Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum

Í gær, 08:48 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það sé ef til vill skynsamlegt að leggja niður útvarpsgjaldið og setja starfsemi RÚV alfarið á fjárlög. Honum líst vel á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, en segir það aðra umræðu hvort „bæta“ þurfi ríkisfyrirtækinu tekjutapið. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Súper sól
Súper sól...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...