Málin tekin til efnislegrar meðferðar

Zainab Safari, önnur til vinstri á myndinni, ásamt félögum sínum …
Zainab Safari, önnur til vinstri á myndinni, ásamt félögum sínum úr Hagaskóla. mbl.is/Árni Sæberg

Mál Safari og Sarwari fjölskyldnanna verða tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun. Þetta staðfestir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður þeirra, í samtali við mbl.is.

Þá verður tekin afstaða til þess hvort fjölskyldurnar hljóti vernd hér á landi. Magnús segir það hafa legið í augum uppi eftir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra breytti reglugerð um útlendinga fyrr í mánuðinum.

Sarwari feðgarnir.
Sarwari feðgarnir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt breytingunni er Útlendingastofnun heimilt að taka til efnismeðferðar mál barns sem hef­ur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en tíu mánuðir liðnir frá því um­sókn barst ís­lensk­um stjórn­völd­um og taf­ir á af­greiðslu henn­ar eru ekki á ábyrgð um­sækj­anda sjálfs.

Til stóð að vísa fjölskyldunum til Grikklands, þar sem þær höfðu áður hlotið vernd. Sú ákvörðun þótti umdeild þar sem aðstæður flóttafólks þar í landi þykja ekki góðar.

mbl.is