Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

Fyrstu rafrænu dómsskjölin ferðast hér á milli tölva.
Fyrstu rafrænu dómsskjölin ferðast hér á milli tölva.

Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt.

Þetta skref markar tímamót í rafrænum samskiptum í dómskerfinu en dómstólasýslan stefnir að því að allir héraðsdómstólarnir verði komnir með rafræn samskipti við héraðssaksóknara, lögreglu og verjendur innan fárra mánaða, segir í frétt á heimasíðu dómstólasýslunnar.

Haustið 2017 var hleypt af stað tilraunaverkefninu „rafrænn dómari“ með héraðssaksóknara en það fól í sér að hann afhenti mál á pdf-formi til Héraðsdóms Reykjavíkur á minnislyklum ásamt frumriti málsgagna. Síðan afhenti dómurinn verjendum minnislykla með gögnum mála, en gríðarlegt pappírsmagn sparaðist með þessu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »