„Sem betur fer sleppur konan“

Mannlausi bíllinn rann næstum því á konu sem átti leið …
Mannlausi bíllinn rann næstum því á konu sem átti leið um Súðarvog á hjóli. Skjáskot

„Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bifreið rann af athafnasvæði í Súðarvogi.
Bifreiðin lenti næstum á hjólareiðamanni áður en bifreiðin lenti á vegg.“ Þannig hljómar Facebook-færsla Búa Baldvinssonar kvikmyndagerðarmanns en litlu munaði að slys yrði á vinnusvæði við Súðarvog í dag.

Upptaka af því þegar mannlaus bíll rann næstum því á hjólreiðakonu náðist á öryggismyndavél, sem Búi birti á Facebook-síðu sinni.

„Bílnum hefur verið lagt þarna fyrir ofan og bílstjórinn gleymdi að láta í handbremsu eða gír. Bíllinn rennur þarna um það bil 20 metra,“ segir Búi við mbl.is.

„Sem betur fer sleppur konan,“ bætir hann við.

Mannlausa bílferðin endaði á því að bíllinn rann á vegg.

„Það var enginn í bílnum til að stoppa hann, hann hefði ekkert hægt á sér,“ segir Búi en ljóst er af myndskeiðinu að þarna hefði getað farið verr.

mbl.is