Þurfa að bíða lengur eftir nýjum Herjólfi

Einhverjir dagar eru þar til Herjólfur hefur áætlunarsiglingar.
Einhverjir dagar eru þar til Herjólfur hefur áætlunarsiglingar. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Nýr Herjólfur hefur ekki siglingar milli lands og Eyja á morgun eins og stefnt hafði verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að fara þurfi betur yfir ákveðin atriði áður en nýja ferjan sigli af stað. Þangað til verði sú gamla að duga.

„Við ætlum að gefa okkur einhverja daga í viðbót,“ segir Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs ohf. Fram kemur á Facebook-síðu Herjólfs að eftir prófanir undanfarinna daga hafi þessi ákvörðun verði tekin.

Frekari upplýsinga um hvenær nýja ferjan siglir af stað er að vænta eftir helgi.

Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri …
Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar Ljósmynd/Vegagerðin

Guðbjartur segir nýja skipið aðeins öðruvísi en gamla Herjólf og að frestunina megi rekja til samspils nokkurra þátta; til að mynda þurfi að laga ekjubrýr og landgöngubrýr.

Guðbjartur segir að fólk bíði spennt eftir því að komast á milli lands og Eyja í nýja skipinu. Vonandi verði það komið í gang fyrir Þjóðhátíð; fyrstu helgina í ágúst.

mbl.is