Vilji til að takmarka jarðakaup auðmanna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir breiðan pólitískan vilja til að takmarka jarðakaup auðmanna hér á landi. Það sé skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjónustu.

Rætt var við Katrínu í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Félagið Sólstafir, í augu breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe, festi nýverið kaup á Jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Félagið hefur undanfarin ár keypt jarðir í Vopnafirði og Þistilfirði.

Auk þess hefur Fljótabakki ehf., sem er ís­lenskt dótt­ur­fé­lag banda­ríska ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins Eleven Experience, keypt jörðina Atl­astaði í Svarfaðar­dal.

Ég tel að það sé mikill og breiður pólitískur vilji til að setja strangari ramma um þessi mál hér á landi eins og við sjáum svo víða í nágrannalöndum okkar,“ sagði Katrín.

Ríkisstjórnin boðaði aðgerðir til að takmarka jarðakaup auðmanna hér á landi. Starfshópur hefur unnið að málinu og von er á því að frumvarpi verði lagt fyrir Alþingi í vetur.

mbl.is