Andlát: Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir

Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir.
Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir.

Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir lést á Landspítalanum 11. júlí, 88 ára að aldri.

Hanna fæddist 10. apríl 1931 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Sólveig Bergþóra Þorsteinsdóttir, húsfreyja á Húsavík, og Karl Guðmundsson, útgerðarmaður frá Ólafsvík. Hanna flutti með móður sinni og sambýlismanni hennar og síðar eiginmanni, Einari M. Jóhannessyni, til Húsavíkur 1935.

Hanna hóf nám í tannsmíði á Akureyri 1950 og lauk námi í greininni 1953. Hún vann við tannsmíðar á Akureyri þar til hún flutti á Selfoss 1955. Þar vann hún við tannsmíðar til 1956, er hún hóf sambúð með Magnúsi L. Sveinssyni á Selfossi. Þau gengu í hjónaband 14. apríl 1957 og fluttu til Reykjavíkur í apríl 1958. Þau byggðu sér einbýlishús í Breiðholti 1968 og bjuggu þar síðan.

Hanna vann ekki utan heimilisins framan af en árið 1978 hóf hún verslunarrekstur með hálfsystur sinni, Dóru Petersen, í leiguhúsnæði á Hlemmi, með snyrti- og hreinlætisvörur í versluninni Söru, sem þær stofnuðu. Síðar færðist verslunarrekstur Hönnu í Bankastræti 8 þar sem hún rak snyrtivöruverslun í eigin húsnæði til október 2004.

Samfeðra systir Hönnu er Dóra Scheving Petersen, f. 1936. Sammæðra systkini hennar eru Sædís Birna, f. 1938, látin; Einar Georg, f. 1941; Þórdís Steinunn, f. 1943; Þorsteinn, f. 1944, látinn; Jóhannes Geir, f. 1947; Baldur, f. 1948; Þórhallur Valdimar, f. 1953; látinn.

Börn Hönnu og Magnúsar eru Sveinn, f. 1957, skrifstofustjóri hjá Eir hjúkrunarheimili; Sólveig, f. 1959, flugfreyja hjá Icelandair; Einar Magnús, f. 1966, sérfræðingur á Samgöngustofu og kvikmyndagerðarmaður. Fyrir átti Hanna Ágúst Kvaran, f. 1952, doktor í eðlis- og efnafræði og prófessor við Háskóla Íslands. Sambýliskona hans er Ólöf Þorsteinsdóttir, f. 1959.

Barnabörn Hönnu og Magnúsar eru fimm og barnabarnabörnin eru einnig fimm.

Útför Hönnu verður gerð frá Háteigskirkju miðvikudaginn 24. júlí klukkan 13.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »