Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

Veðurútlit á hádegi í dag, fimmtudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, fimmtudag.

Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina.

Áfram verður norðaustlæg átt á morgun, en skýjað með köflum um sunnan- og vestanvert landið og lítils háttar úrkoma á þeim slóðum. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast suðvestan til.

Veðrið á mbl.is

mbl.is