Blöndubrú lokuð í nótt vegna viðgerðar

Brúin yfir ána Blöndu verður lokuð í nótt. Framkvæmdir hafa …
Brúin yfir ána Blöndu verður lokuð í nótt. Framkvæmdir hafa staðið yfir á brúnni undanfarið, en þessi mynd var tekin fyrr í mánuðinum. mbl.is/Sigurður Bogi

Vegna viðgerðar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi verður brúin lokuð aðfaranótt föstudags 19. júlí frá kl. 01.00 til 06.30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Starfsmenn Vegagerðarinnar verða á gatnamótum Norðurlandsvegar og Svínvetningabrautar bæði við Giljá og Svartá og einnig verður starfsmaður við gatnamót Norðurlandsvegar og Skagastrandarvegar til að leiðbeina vegfarendum.

Neyðarbílum verður hleypt yfir brúna ef svo ber undir.

mbl.is