Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að …
Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október.

Það var niðurstaða héraðsdóms að Vigfús skyldi sæta fimm ára fangelsi. Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að ríkissaksóknari hefði áfrýjað málinu, en ekki náðist í ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar. Fyrst var greint frá á vef RÚV.

Aðalkrafa héraðssaksóknara var að Vigfús skyldi dæmdur fyrir manndráp og brennu en til vara fyrir manndráp af gáleysi og brennu. 

Refsing fyrir manndráp er venjulega 16 ára fangelsi og í svari ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu RÚV segir að áfrýjað sé í því skyni að Vigfús verði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök i ákæru og að refsing verði þyngd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert