Ekið á mann á vespu

mbl.is/Arnþór Birkisson

Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni.

Biður lögregla ökumenn að vera vel vakandi gagnvart umferð annarra en bíla, þar sem þeir vegfarendur séu oft ekki jafn sýnilegir, og minnir jafnframt á að sólin getur verið blindandi.

mbl.is