„Engin bráðabirgðalausn í stöðunni“

Dýraeigendur á Vestfjörðum verða að leita langt eftir þjónustu dýralækna.
Dýraeigendur á Vestfjörðum verða að leita langt eftir þjónustu dýralækna. mbl.is/Styrmir Kári

„Matvælastofnun hefur það hlutverk með lögum að halda úti þjónustu dýralækna á þessum svæðum. Ég veit að það hefur verið reynt að manna svæðið með einhverjum hætti og það hefur ekki gengið betur en raun ber vitni. Sú vinna stofnunarinnar heldur áfram og fylgist ráðuneytið náið með framvindu hennar,” segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um þá stöðu að enginn starfandi dýralæknir hefur verið í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum frá 1. júlí.

Þjónustusamningar Mast sem eru í gildi við dýralækna á 10 svæðum í dreifbýli hafa verið gagnrýndir meðal annars vegna þess að dýralæknum er skylt að sjá til þess að manna stöðuna á meðan þeir fara í frí. 

Ráðherra hefur skipað starfshóp sem fer yfir þjónustusamninginn sem er í gildi við dýralæknana. Hann rennur út 1. nóvember næstkomandi. Áætlað er að hann skili tillögum sínum í október.

Bændur á svæðinu segja stöðuna slæma og hafa meðal annars kallað eftir því að einhver bráðabirgðalausn verði fundin í millitíðinni þar til dýralæknir fæst til starfa á svæðinu.  

„Ég treysti stofnuninni [Mast] til að leita allra þeirra úrræða sem fyrirfinnast til að koma þessari þjónustu í betra horf,” segir Kristján Þór spurður um þau úrræði sem Mast hefur til að leysa málið í millitíðinni.

Hann ítrekar að ráðuneytið gegni fyrst og fremst því hlutverki að breyta umgjörð, taka upp samninga eða breyta lagaákvæðum ef þurfa þykir líkt og raunin er með því að skipa starfshópinn sem fer yfir þjónustusamninginn.

Geta leitað til annarra dýralækna í millitíðinni  

„Þeir geta leitað til annarra dýralækna á landinu,“ segi Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, spurð hvað dýraeigendur á svæðinu geti gert á meðan enginn fæst til starfa. 

Hún segir þetta jafnframt vera pattstöðu. „Við getum ekkert gert. Það er enginn dýralæknir sem hefur sýnt starfinu áhuga. Ég get ekki neytt dýralækna til starfa,” segir hún.

Spurð hvort til greina komi að reyna að finna einhverja bráðabirgðalausn í stöðunni segir hún enga slíka í sjónmáli. Hún fangar því að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hyggist skipa fyrrgreindan starfshóp. Hún segist jafnframt taka fagnandi á móti öllum hugmyndum um hvernig eigi að leysa þetta í millitíðinni.  

„Það er engin bráðabirgðalausn í stöðunni. Ef einhver myndi vilja fara þarna og vinna á ákveðnum skilyrðum myndum við að sjálfsögðu skoða það,“ segir Sigurborg.     

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Mest ávöxtun á Vestfjörðum

07:37 Mest ávöxtun af útleigu þriggja herbergja íbúðarhúsnæðis þar sem leigusali er einstaklingur er á Vestfjörðum, þar sem hún er 11,1% og næstmest er hún á Austurlandi þar sem hún er 10,5%. Meira »

Óráðið veður tekur við

07:02 Afar erfitt er að ráða í veðurhorfur fyrir næstu daga en nú þegar norðanáttin er að leggja upp laupana tekur við fremur óráðið veður. Meira »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikla blæðingu úr höfði. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

Í gær, 19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

Í gær, 19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »

Bækur og baðstrandir Braga á Skaga

Í gær, 19:15 Bragi er búinn að standa í bókaútgáfu í nær 60 ár og nú þarf að flytja bækurnar úr einbýlishúsinu yfir í fjölbýlishúsið. Ærið verkefni. En Skaginn er í blússandi uppgangi og Bragi fylgist ánægður með. Meira »
Súper sól
Súper sól...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...
Til sölu Lundia hillur
Um 33 lengdarmetrar, 5 einingar, af þessum frábæru bókahillum til sölu. Lökkuð g...