„Engin bráðabirgðalausn í stöðunni“

Dýraeigendur á Vestfjörðum verða að leita langt eftir þjónustu dýralækna.
Dýraeigendur á Vestfjörðum verða að leita langt eftir þjónustu dýralækna. mbl.is/Styrmir Kári

„Matvælastofnun hefur það hlutverk með lögum að halda úti þjónustu dýralækna á þessum svæðum. Ég veit að það hefur verið reynt að manna svæðið með einhverjum hætti og það hefur ekki gengið betur en raun ber vitni. Sú vinna stofnunarinnar heldur áfram og fylgist ráðuneytið náið með framvindu hennar,” segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um þá stöðu að enginn starfandi dýralæknir hefur verið í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum frá 1. júlí.

Þjónustusamningar Mast sem eru í gildi við dýralækna á 10 svæðum í dreifbýli hafa verið gagnrýndir meðal annars vegna þess að dýralæknum er skylt að sjá til þess að manna stöðuna á meðan þeir fara í frí. 

Ráðherra hefur skipað starfshóp sem fer yfir þjónustusamninginn sem er í gildi við dýralæknana. Hann rennur út 1. nóvember næstkomandi. Áætlað er að hann skili tillögum sínum í október.

Bændur á svæðinu segja stöðuna slæma og hafa meðal annars kallað eftir því að einhver bráðabirgðalausn verði fundin í millitíðinni þar til dýralæknir fæst til starfa á svæðinu.  

„Ég treysti stofnuninni [Mast] til að leita allra þeirra úrræða sem fyrirfinnast til að koma þessari þjónustu í betra horf,” segir Kristján Þór spurður um þau úrræði sem Mast hefur til að leysa málið í millitíðinni.

Hann ítrekar að ráðuneytið gegni fyrst og fremst því hlutverki að breyta umgjörð, taka upp samninga eða breyta lagaákvæðum ef þurfa þykir líkt og raunin er með því að skipa starfshópinn sem fer yfir þjónustusamninginn.

Geta leitað til annarra dýralækna í millitíðinni  

„Þeir geta leitað til annarra dýralækna á landinu,“ segi Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, spurð hvað dýraeigendur á svæðinu geti gert á meðan enginn fæst til starfa. 

Hún segir þetta jafnframt vera pattstöðu. „Við getum ekkert gert. Það er enginn dýralæknir sem hefur sýnt starfinu áhuga. Ég get ekki neytt dýralækna til starfa,” segir hún.

Spurð hvort til greina komi að reyna að finna einhverja bráðabirgðalausn í stöðunni segir hún enga slíka í sjónmáli. Hún fangar því að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hyggist skipa fyrrgreindan starfshóp. Hún segist jafnframt taka fagnandi á móti öllum hugmyndum um hvernig eigi að leysa þetta í millitíðinni.  

„Það er engin bráðabirgðalausn í stöðunni. Ef einhver myndi vilja fara þarna og vinna á ákveðnum skilyrðum myndum við að sjálfsögðu skoða það,“ segir Sigurborg.     

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot

13:22 Þrír ungir Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúm 16 kíló af kókaíni í gegnum Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1999 og hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Meira »

Lampi úr fataafgöngum á tískuviku

13:20 Lampi og borð úr gömlum bómullar- og ullartextíl sem er pressaður saman verða meðal þess sem íslenska frumkvöðlafyrirtækið FÓLK mun kynna á alþjóðlegu stórsýningunni Maison & Objet sem fram fer í París 6.-10. september og er hluti af tískuvikunni þar í borg. Meira »

„Minni háttar sem betur fer“

12:38 „Þetta var minni háttar sem betur fer. Engin slys og vélin skemmdist lítið,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Kennslu­vél á veg­um akademíunnar hlekkt­ist á í lend­ingu á flug­vell­in­um á Flúðum í morg­un. Meira »

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar

12:25 Arnar Pétursson var fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í maraþoni og er Arnar því Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Hlekktist á við lendingu

12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »

Er ekki nóg að hafa hitt?

11:10 „Eins og flestum mun vera ljóst þá er það að missa barn eitthvað það þungbærasta sem hægt er að ímynda sér. Eitthvað sem enginn vill og enginn ætti að þurfa að lenda í. En lifi maður það af sjálfur verður það kannski til þess að maður kann betur að meta það sem vel hefur tekist til.“ Meira »

Átta nauðganir til rannsóknar

10:51 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði 42 kynferðisbrot, þar af átta nauðganir, á síðasta ári. Slík brot „voru nokkuð mörg“ að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins. Rannsókn kynferðisbrotamálanna er í forgangi hjá embættinu og stefnt er að því að ljúka henni á 60 dögum. Meira »

„Ég er ekki sú sama og ég var“

10:39 „Það er erfitt að setja stiku á breytingarnar sem orðið hafa hjá mér sl. tvö ár. Ég er ekki sú sama og ég var, en hluti af mér er enn til staðar. Eftir að ég stóð upp og sagði frá því að ég væri með Alzheimer upplifði ég frjálsræði og skömmin sem ég upplifði af því að vera með sjúkdóminn hvarf,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Meira »

Aldrei fleiri hlaupið 10 kílómetrana

10:23 Rúmlega sjöþúsund keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hlupu af stað frá Lækjargötu á tíunda tímanum í morgun. Meira »

Miðborgin ein allsherjargöngugata

10:03 Á Menningarnótt er miðborg Reykjavíkur breytt í eina allsherjargöngugötu og lokað fyrir almenna bílaumferð frá Snorrabraut að Ægisgötu klukkan sjö í morgun. Opnað verður aftur fyrir almenna umferð klukkan eitt í nótt. Meira »

Erill hjá lögreglu í nótt

09:14 Tilkynnt var um æstan einstakling í Hlíðahverfi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en eftir viðræður við lögreglu hélt hann sína leið. Þá voru þrír handteknir í miðbænum rétt fyrir miðnætti, grunaðir um innbrot í bifreið. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meira »

36. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafið

08:40 Ræst var út í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í 36. sinn í Lækjargötu nú klukkan 8:40. Keppendur í heil- og hálfmaraþoni eru því lagðir af stað í 21 og 42 kílómetra hlaup. Meira »

Ræddu um að loka Hvalfjarðargöngum

08:18 Spennuþrungið ástand var fram eftir sumri 2018 þegar reynt var að ná samkomulagi við ríkið um hvernig staðið yrði að afhendingu ganganna í lok september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Bankastjóri gekk í hús

08:10 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gekk í hús í nokkrum af þeim götum sem farið verður um í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt samstarfsfólki sínu á fimmtudag og þakkaði fólki fyrir stuðninginn undanfarin ár. Meira »

Hagnaður tryggingafélaga áttfaldast milli ára

07:37 Samanlagður hagnaður stóru tryggingafélaganna þriggja fyrir skatta, TM, Sjóvá og VÍS, nær áttfaldast á milli ára, sé horft til fyrstu sex mánaða þessa árs í samanburði við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Meira »

Viðrar ágætlega til Menningarnætur

07:35 Útlit er fyrir hæga breytilega átt á mestöllu landinu í dag, laugardag, og væntanlega verður skýjað að mestu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða

07:19 Ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að bifreið hans mældist á 185 km/klst, en þar er hámarkshraði 90 km/klst. Meira »

Jarðskjálfti í Krýsuvík í nótt

07:14 Jarðskjálfti af stærð 3,4 varð í Krýsuvík kl. 01:34 í nótt. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið ern voru þeir allir undir 1 að stærð. Meira »

Fyrsta barn ársins fætt í Eyjum

05:30 Fyrsta barn ársins í Vestmannaeyjum fæddist þriðjudaginn 20. ágúst. Það var stúlka, 16 merkur og 53 cm. Að sögn móður stúlkunnar gekk fæðingin vel og heilsast þeim mæðgum vel. Meira »
Til sölu nokkrar fágætar bækur
Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum Ilions-kvæði 1856 Flateyjarbók,...
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...