Eru alltaf á vaktinni

Dýralæknar veita þjónustu vegna dýraheilbrigðis og fylgjast einnig með velferð …
Dýralæknar veita þjónustu vegna dýraheilbrigðis og fylgjast einnig með velferð dýra og hafa eftirlit með matvælaframleiðslu mbl.is/Sigurður Bogi

„Það þarf að endurskoða kerfið alveg frá grunni,“ sagði Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um þjónustusamninga Matvælastofnunar (MAST) við dýralækna í dreifðum byggðum.

Hún sagði að Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hefði haft forgöngu um að MAST og Dýralæknafélagið leituðu lausna á vandanum. Hugmyndir sem urðu til í þeirri vinnu voru lagðar fyrir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar dýralæknar gengu á hans fund. Hann ákvað að skipa starfshóp um þjónustu dýralækna í dreifðum byggðum og vaktþjónustu dýralækna. Hópurinn á að skila tillögum í október.

Þjónustusamningurinn er ómanneskjulegur og engum bjóðandi. Ef ég vil komast í frí þarf ég að redda einhverjum fyrir mig og líka ef ég veikist eða slasast,“ sagði Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir á Ísafirði. Hún sagði upp í mars. Eftir að þjónustusamningarnir fóru til MAST árið 2011 tók hún sér aldrei frí, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »