Fá ekki að skrá sig sem foreldra

Drengurinn fæddist með hjálp staðgöngumóður og gjafaeggs og sæðis í …
Drengurinn fæddist með hjálp staðgöngumóður og gjafaeggs og sæðis í Bandaríkjunum. Thinkstock

Mannréttindadómstóll Evrópu samþykkti í vikunni að taka til efnismeðferðar mál tveggja íslenskra kvenna, sem Hæstiréttur hafnaði að skrá sem foreldra drengs. 

Greint var frá þessu í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins

Þyrí Halla Steingrímsdóttir lögmaður foreldranna sagði að málið væri byggt á því að brotið væri á rétti þeirra til fjölskyldulífs. 

Drengurinn fæddist með hjálp staðgöngumóður og gjafaeggs og sæðis í Bandaríkjunum. Drengurinn fæddist 2013 og eru konurnar skráðir foreldrar hans í Bandaríkjunum. En þegar konurnar hugðust skrá sig sem foreldra hans hér hafnaði Þjóðskrá því.

Mannréttindadómstóllinn hefur gefið frest til 1. október til að ná sáttum í málinu, takist það ekki hefur ríkið þrjá mánuði til að skila greinargerð til Mannréttindadómstólsins.

mbl.is