Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð um tíuleytið í  morgun. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans. 

Tildrög slyssins voru með þeim hætti að bílstjóri missti stjórn á bíl sínum og ók á kyrrstæða bíla á bílaplani.

Töluverðar skemmdir urðu á bílunum og þurfti að loka á umferð um stund meðan hreinsuð var upp olía sem lak af einum bílanna.

mbl.is