Grindhvalir strönduðu í Löngufjörum

Grindhvalirnir í Löngufjörum.
Grindhvalirnir í Löngufjörum. Ljósmynd/David Schwarzhans

Tugir grindhvala strönduðu í Löngufjörum á Vesturlandi. Lögreglan í Stykkishólmi er að kanna aðstæður. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 

Þyrluflugmaður hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Reykjavík Helicopters tók meðfylgjandi myndir í flugi um kl. 14 í dag. Hann var með bandaríska ferðamenn í útsýnisflugi þegar þau ráku augun í dauð dýrin í fjöruborðinu. 

 

Tugir liggja í fjöruborðinu í Löngufjörum.
Tugir liggja í fjöruborðinu í Löngufjörum. Ljósmynd/David Schwarzhans
Ljósmynd/David Schwarzhans
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert