Tilnefninga óskað um framúrskarandi unga Íslendinga

Ingileif Friðriksdóttir var valin framúrskarandi ungur Íslendingur í fyrra. Nú …
Ingileif Friðriksdóttir var valin framúrskarandi ungur Íslendingur í fyrra. Nú er búið að opna fyrir tilnefningar fyrir árið í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagasamtökin sem veita árleg verðlaun framúrskarandi ungum Íslendingum óska eftir tilnefningum um slíkt fólk. Þá er við hæfi að tilnefna hvern þann sem maður talur skara fram úr með einum eða öðrum hætti, einhvern sem er að takast á við athyglisverð eða sérstaklega krefjandi verkefni ungur að aldri.

Í fyrra voru 200 tilnefndir, svo voru 10 valdir, eins konar hópur framúrskarandi ungra Íslendinga, og svo var einn valinn úr þeim hópi, sem sagt hinn eini sanni framúrskarandi ungi Íslendingur það ár, en það var Ingileif Friðriksdóttir fjölmiðlakona. 

Aðrir sem hafa hlotið þennan heiður eru Ævar Þór Benediktsson árið 2017, fyrir afrek á sviði menntamála, Tara Ösp Tjörvadóttir árið 2016, fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, og Rakel Garðarsdóttir árið 2015, fyrir störf á sviði siðferðis- og umhverfismála.

Það má tilnefna hvern sem er sem framúrskarandi ungan Íslending en rökstuðningurinn skiptir höfuðmáli, það er, lýsinga er óskað á því hvað viðkomandi hefur unnið sér til frægðar til að verðskulda titilinn.

Tilnefningar má senda inn þar til 8. ágúst. 12.-14. ágúst ræður dómnefnd ráðum sínum, en hún er vanalega skipuð þekktum einstaklingum af ýmsum sviðum atvinnulífsins, viðskiptamönnum, listamönnum, ráðherrum eða slíku. 19. ágúst verða 10 einstaklingar kynntir til leiks og 4. september verður einn þeirra valinn framúrskarandi ungur Íslendingur ársins 2019.

Þessir voru í topp tíu í fyrra. Ingileif varð ofan …
Þessir voru í topp tíu í fyrra. Ingileif varð ofan á.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert