Íhuga ítarlegri úttekt á Póstinum

Starfsemi Póstsins er nú margbrotnari en áður var.
Starfsemi Póstsins er nú margbrotnari en áður var. mbl.is/​Hari

Leynd hvílir yfir kaupvirði þriggja dótturfélaga Íslandspósts, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði Ríkisendurskoðun ekki hafa haft það hlutverk í skýrslu um Póstinn að varpa ljósi á kaupin á dótturfyrirtækjum.

„Við höfum velt því fyrir okkur hvort við þurfum að gera ítarlegri úttekt á Íslandspósti með hliðsjón af þeim upplýsingum sem fram hafa komið. Það er til athugunar og við munum ráðfæra okkur við Alþingi um það,“ sagði hann. Fjallað er um umrædd dótturfélög Póstsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »