Ósætti vegna breytinga á endurgreiðslukerfinu

Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda.
Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda.

„Við munum beita okkur af öllum krafti á móti þessu,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, um tillögur að breytingu á lögum um endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við kvikmyndagerð hér á landi. „Þetta er ein stór þversögn,“ segir hann.

Upphaflegt markmið laganna var að efla íslenskan kvikmyndaiðnað og laða hingað til lands erlenda kvikmyndagerðarmenn. Nú er m.a. lagt til að spjall-, raunveruleika- og skemmtiþættir fái ekki endurgreiðslu. Byggt er á skýrslu starfshóps sem fjallaði um málefnið, en þar er m.a. lagt til þak á greiðslur til einstakra verkefna.

Margir gætu farið á hausinn

„Það er talað um að laða að erlenda kvikmyndagerðarmenn, en samt er verið að skera niður. Með því að setja þak á endurgreiðslurnar er möguleiki á því að stærri verkefni þurfi að bíða í tvö til þrjú ár eftir að fá endurgreiðsluna,“ segir Kristinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, en undanfarin ár hafa endurgreiðslur kostnaðar numið um og yfir milljarði króna og gerð grein fyrir aukaútgjöldum í fjáraukalögum, hafi svo borið undir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »