Reyna að koma skútunni í land síðdegis

Reynt verður að koma skútunni í land síðar í dag.
Reynt verður að koma skútunni í land síðar í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker utarlega í Skerjafirði í dag. Björgunarbátur sigldi nánast alveg að skútunni og komst maðurinn þannig frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Sökum þess að þegar var byrjað að fjara út á þessum tímapunkti voru akkeri sett á skútuna og siglt með manninn í land. Þegar í land var komið var tekin ákvörðun um að draga skútuna á flot síðdegis í dag og koma henni til hafnar.

Á meðan björgunarsveitarfólk var að festa skútuna við akkeri við Löngusker barst tilkynning um vélarvana sportbát við Kjalarnes. Björgunarskip í Reykjavík fékk tilkynninguna, en rétt áður en það lagði úr höfn til hjálpar þeim sem voru á sportbátnum kom í ljós að tekist hafði að koma mótor bátsins í gang, svo ekki var þörf á aðstoð.

Að neðan má sjá myndir frá aðgerðum björgunarsveita við Löngusker í dag.

Ljósmynd/Landsbjörg
Ljósmynd/Landsbjörg
Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is