Sækja slasaða konu á Fimmvörðuháls

Baldvinsskáli á Fimmvörðuhálsi.
Baldvinsskáli á Fimmvörðuhálsi. Ljósmynd/ fimmvorduhals.is

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna slasaðrar konu á Fimmvörðuhálsi. Konan er slösuð á fæti og er stödd ofarlega á Fimmvörðuhálsi, miðja vegu milli Baldvinsskála og Fimmvörðuhálsskála.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að hálftíma eftir að útkall barst hafi fyrstu hópar björgunarsveita ásamt sjúkraflutningamönnum verið komnir að Skógum og haldið af stað upp Fimmvörðuháls.

Annað göngufólk er hjá konunni og eru fyrstu viðbragðsaðilar væntanlegir til hennar eftir um það bil hálftíma.

mbl.is