Æðardúnninn sama gamla kókaínið

Í grein sinni leggur Posnett mest upp úr æðarvarpi á ...
Í grein sinni leggur Posnett mest upp úr æðarvarpi á Vestfjörðum. Það er sagt kókaín Íslendinga vegna verðmætis síns. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Íslenski æðardúnninn er alltaf sama kókaín í augum erlendra fjölmiðla, að því er virðist. Fyrir þremur árum sagði mbl.is frá því, þegar upprennandi blaðamaður vann greinakeppni hjá Financial Times með því að hafa það eftir ónefndum vestfirskum sóknarpresti að æðardúnn Íslendinga væri „þeirra kókaín“. Sagan endurtekur sig, því langloka dagsins hjá Guardian (e. long read) er um undur íslenska æðardúnsins. Útgangspunkturinn er sá sami, presturinn sem líkti dúninum við kókaín, og það sem meira er: höfundurinn er sá sami.

Hann heitir Edward Posnett og hann virðist vera að skrifa grein í Guardian í aðdraganda útgáfu nýrrar bókar sinnar Harvest: The Hidden Histories of Seven Natural Objects. Hann fer mjög fögrum orðum um æðarfuglinn við Íslandsstrendur og leggur áherslu á sjálfbærni æðardúnstínslu hér á landi, þá staðreynd að dúnninn í tiltekinni fínni sæng eða tiltekinni fínni úlpu, sé að öllum líkindum af fugli sem enn lifir frjáls og hefur aldrei þurft að þola neitt misjafnt af hendi mannsins.

Ónefndi presturinn, sem Posnett vitnar svo mikið til, virðist vera Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli á Ísafirði. Af einhverjum ástæðum er nafns hans aldrei getið í greininni, þó að fjöldi annarra viðmælenda sé nafngreindur. Posnett hitti hann á Ísafirði, að vísu ekki meðan á varpi stóð, og Fjölnir er sagður hafa veitt honum leiðsögn um svæðið. Fjölnir hefur stundað það að hirða æðardún.

Umræddur prestur virðist vera Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur á Ísafirði.
Umræddur prestur virðist vera Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur á Ísafirði. Ljósmynd/Twitter

Posnett lýsir því síðan í þessari löngu grein hvernig víkingar eru sagðir hafa notað æðardún til einangrunar og síðar hafi dúnninn verið metinn til fjár þegar innheimt var tíund af bændum á miðöldum. Elstu heimildir um að æðardúnn hafi verið fluttur út eru frá 17. öld. Posnett segir síðan að nú sé æðardúnn fyrst og fremst munaður hinna ríku, þó að hann hafi verið tíndur úr hreiðrunum frá því í landnámi.

Æðarkolla með unga í Eyjafirði.
Æðarkolla með unga í Eyjafirði. Ómar Óskarsson

Á ferðalagi sínu um Ísland fór Posnett einnig með Alexíusi Jónassyni, einum eigenda Æðeyjar, sem hann talar um að hafi látið af sauðfjárrækt í lok síðustu aldar til að sérhæfa sig í framleiðslu á æðardúni, að skoða Æðey. „Það er einhver ómótstæðilegur einfaldleiki við sambandið á milli þeirra sem uppskera dúninn og æðanna sjálfra. Ef bóndinn annast endurnar, koma sífellt fleiri og hreiðra um sig á svæðinu, sem aftur eykur magn dúnsins sem hann uppsker,“ segir Posnett.

Posnett ræðir varnirnar sem haldið er uppi gegn vörgum þeim sem herja á æðarvörpin, refum, hröfnum og minkum. „Hvarf íslenska hafarnarins, sem varð næstum því útdauður á 7. áratugnum, er að mörgu leyti talið tengjast aðgerðum æðardúnsbænda. Þó að stofninn hafi nú jafnað sig, gefur áfallasaga hans góða mynd af því sem Andri Snær Magnason, sem sjálfur er æðardúnsbóndi, hefur kallað myrku hliðina á æðarbúskapnum: hversu dyggðugir sem bændurnir kunna að vera, hafa þeir ætíð sterka tilhneigingu til að drepa hvaða skepnu sem ógnar verðmætum æðarfuglinum,“ segir Posnett.

mbl.is

Innlent »

Lærði mikið af hruninu

20:30 Ásgeir Jónsson, sem tók við embætti seðlabankastjóra í dag, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrir bankahrunið á hve veikum grunni bankarnir stóðu. Meira »

Þegar Íslendingar girntust Grænland

20:21 Einar Ben, Kristófer Kólumbus, Vidkun Quisling, þýskur bakari, rófubyssur, húsbruni og lagabókin Grágás. Allt kemur þetta við sögu er rifjuð er upp sú tíð þegar með Íslendingum bærðust glæstir draumar um nýtt landnám og eygðir voru möguleikar um að gera „litla og aflvana þjóð að voldugu heimsveldi“. Meira »

Leynist tyggjódólgur í Kjarnaskógi?

20:19 Einar Sigtryggsson, menntaskólakennari á Akureyri, hefur á síðustu fjórum vikum nánast fyllt 20 lítra fötu af tyggjóklessum sem hann tínir upp af göngustígnum í Kjarnaskógi á Akureyri. Meira »

Þúsundir sterataflna fundust í Norrænu

19:24 Þúsundir sterataflna, sem vandlega hafði verið komið fyrir í bifreið, fundust við komu Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir skemmstu og var það í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn stera var haldlagt á Seyðisfirði. Tveir voru handteknir. Meira »

„Ekkert mál“ að hjóla yfir hálendið

19:20 „Þetta hefur gengið mjög vel. Ekkert hefur bilað hjá mér sem ég átti alveg von á. Ég hef bara þurft að smyrja keðjuna tvisvar sinnum,“ segir Óskar Guðmundsson hjólagarpur með meiru sem er kominn til Reykjavíkur eftir að hafa hjólað yfir hálendið frá Fáskrúðsfirði rúmlega 600 kílómetra. Meira »

Úrvinnslunni „hraðað eins og kostur er“

19:07 „Þessi tvö erindi eru í meðferð og úrvinnslu þeirra verður hraðað eins og kostur er,“ segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins. Land­eig­endur í Ing­ólfs­firði hafa farið fram á frest­un réttaráhrifa. Meira »

Borgaraleg handtaka í Grafarvogi

19:00 Framtakssamur vegfarandi stöðvaði för manns í annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í dag, eftir að sá hafði keyrt utan í bifreiðar við Spöngina, og framkvæmdi borgaralega handtöku. Meira »

Íslendingar á Spáni fargi kjötbúðingi

18:55 Listeríumengaður kjötbúðingur frá vörumerkinu „La Mechá“ er talinn hafa valdið veikindum yfir 100 manns á Spáni, aðallega í Andalúsíu en vitað er um tilfelli víðar frá því í maí síðastliðnum. Meira »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn allt of langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...
Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...