Drottningin kemur til Reykjavíkur

Queen Mary 2 er 345 metr­ar að lengd.
Queen Mary 2 er 345 metr­ar að lengd. mbl.is/Árni Sæberg

Farþegaskipið Qu­een Mary 2 er nú að leggjast að bryggju við Skarfabakka í Sundahöfn. Koma skipsins er sögu­leg­ur viðburður, en þetta er lengsta farþega­skip sem hingað hef­ur komið.

Drottn­ing­in er mikið glæsi­skip, sem gert er út af breska skipa­fé­lag­inu Cun­ard. Skipið er 345 metr­ar að lengd. Til sam­an­b­urðar má nefna að keppn­is­völl­ur í fót­bolta er rúm­lega 100 metr­ar að lengd. Farþegar eru 2.620 og í áhöfn eru 1.254 manns.

Það var Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing sem gaf Queen Mary 2 nafn 8. janú­ar 2004, en skipið var á sín­um tíma stærsta farþega­skip heims.

Queen Mary 2 sést hér sigla fram hjá Engey á …
Queen Mary 2 sést hér sigla fram hjá Engey á leið til hafnar í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is