Ekkert tilboð kom í nýja Kvíárbrú

Margar einbreiðar brýr er enn að finna á hringveginum .
Margar einbreiðar brýr er enn að finna á hringveginum . mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Vegagerðin auglýsti hinn 24. júní sl. eftir tilboðum í smíði nýrrar brúar á Kvíá í Öræfum. Til stóð að opna tilboðin á þriðjudaginn en skemmst er frá því að segja að ekkert tilboð barst.

Hin nýja brú verður 32 metra löng í einu hafi. Hún mun leysa af hólmi eldri einbreiða brú, sem tekin var í notkun 1974. Landstöplar nýrrar brúar verða steyptir, grundaðir á boruðum stálstaurum innfylltum með steypu. Yfirbygging brúar samanstendur af lokuðum stálbitum með steyptu gólfi. Vegatengingar verða 400 metrar, beggja vegna við brúna.

Svæðið við Kvíá er samkvæmt aðalskipulagi skilgreint sem svæði undir náttúruvá. Svæðið er neðan Kvíárjökuls í Öræfajökli, þar sem ummerki eru eftir hamfarahlaup á forsögulegum tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »