Eldur í vinnuskúr í Kópavogi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kom upp í vinnuskúr á vegum Kópavogsbæjar við Fífuhvamm á þriðja tímanum í dag. Slökkviliði var kallað á vettvang og hefur það náð tökum á eldinum þótt enn logi. Nú er barist við að rífa af þaki og slökkva eldinn.

Skúrinn er í námunda Sporthússins og Tennishallarinnar, rétt við lækinn. Þar eru geymd ýmis verkfæri, en auk þess er nokkuð um eldfim efni, gas og málningarvörur.

mbl.is