Greiðir ekki ­fólki með lausa kjara­samn­inga

Akureyrarbær ætlar ekki að greiða starfs­fólki með lausa kjara­samn­inga ein­greiðslu …
Akureyrarbær ætlar ekki að greiða starfs­fólki með lausa kjara­samn­inga ein­greiðslu 1. ág­úst næstkomandi.

Akureyrarbær ætlar ekki að greiða starfs­fólki með lausa kjara­samn­inga ein­greiðslu 1. ág­úst næstkomandi. Meirihluti bæjarráðs hafnar erindi Einingar-Iðju þess efnis og vísar jafnframt til þess að samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, segir niðurstöðuna mikil vonbrigði. „Það er greinilegt að Samband íslenskra sveitarfélaga er búið að múlbinda Akureyrarbæ þegar tekið er fram að sveitarfélagið ætli ekki að tjá sig opinberlega um málið eða taka afstöðu til þess á sama tíma og verið er að mismuna starfsmönnum þess eftir því í hvaða stéttarfélagi þeir eru,“ segir hann í tilkynningu.  

Akureyrarbær mun ekki tjá sig opinberlega um málið eða taka afstöðu til þess.

Hins vegar samþykkti Reykjavíkurborg að greiða starfs­fólki með lausa kjara­samn­inga ein­greiðslu 1. ágúst að upp­hæð 105.000 krónur hverj­um starfs­manni miðað við fullt starf.

mbl.is