Heyrði óp og allt varð rafmagnslaust

Dagur Tómas, Álfheiður Edda og Matthías, útskriftaðir stærðfræðingar, hlaða í ...
Dagur Tómas, Álfheiður Edda og Matthías, útskriftaðir stærðfræðingar, hlaða í sjálfu. Ljósmynd/Aðsend

„Ég heyrði bara einhver óp og svo varð allt rafmagnslaust,“ segir Dagur Tómas Ásgeirsson, stærðfræðingur og bóhem, sem staddur er í miðborg Aþenu. Stór jarðskjálfti skók borgina í morgun og mældist hann 5,3 á Richter.

Dagur segist hafa verið í þann mund að panta sér borð á veitingastað þegar skjálftinn reið yfir, rafmagnið fór af og hópurinn varð frá að hverfa. Rafmagnsleysið varði þó ekki nema í um tíu mínútur og að svo búnu gat hópurinn tyllt sér og fengið sér í gogginn.

Dagur er í Aþenu ásamt 18 manna hópi útskriftarnema úr stærðfræði og eðlisfræði úr Háskóla Íslands, þar sem til stendur að fagna áfanganum. Hátíðarhöld hafa gengið ágætlega hingað til, segir Dagur og þvertekur fyrir að viðstaddir séu komnir með nóg af drykkjunni. „Annars er ég bara búinn að vera hér í tvo daga,“ bætir Dagur við. Hann hafi komið seinna en aðrir til leiks enda ekki búsettur á Íslandi. Dagur býr í París, þar sem hann leggur stund á stærðfræði, eins og áður hefur verið fjallað um hér á mbl.is

Ekki er að sjá að Akrópólís hafi farið illa út ...
Ekki er að sjá að Akrópólís hafi farið illa út úr skjálftanum. Hún skartar sínu fegursta í sólinni. Parþenon-safninu, sem hluti hópsins hugðist heimsækja, var þó lokað vegna skjálftans. Ljósmynd/Aðsend

Hélt að einhver væri að stríða sér

Það kemur sér vel að hafa nýútskrifaða eðlisfræðinga í hópnum, sem vita allt um yfirvofandi skjálftahættu. Guðný Halldórsdóttir eðlisfræðingur er einn þeirra. Hún er þó ekki í Aþenu, heldur í glæsihýsi sem hópurinn leigir í Kapandriti, rétt utan borgarinnar og nær upptökum skjálftans. Guðný segist ekki hafa fundið fyrir neinum eftirskjálftum enn, en búast megi við einhverjum minni skjálftum næstu daga.

Guðný segist fyrst hafa haldið að einhver væri að hrista sólbekkinn hennar og stríða henni þar sem hún lá í makindum sínum og sleikti sólina. Það hafi þó ekki reynst raunin.

Frá veitingastaðnum sem var lokaður í um tíu mínútur vegna ...
Frá veitingastaðnum sem var lokaður í um tíu mínútur vegna rafmagnsleysis. „Við þurftum bara að bíða, en á meðan kom ég að þjónunum inni í eldhúsi að drekka bjór og fagna því að allt væri óskemmt,“ segir Ívar Þormar, hagnýttur eðlisfræðingur. Ljósmynd/Aðsend

Ferðin hefur að öðru leyti gengið vel. „Við erum mestmegnis bara að slaka á og njóta samverunnar,“ segir Guðný og bætir við að þau séu öll orðin hörkusólbrún. Veðrið er enda gott, hiti um 30 gráður og sólríkt, þótt örfá ský hafi sést á himni síðustu daga, sem þykir óvenjulegt á þessum árstíma. Það þykir Guðnýju í sjálfu sér ágætt og tekur undir með blaðamanni að skandinavíska sumarið, 20 gráður og sól, sé kjöraðstæður mannskepnunnar.

Þau hafa þó reynt að brydda upp á stöku ferðum til tilbreytingar frá letilífinu. Borgarferðir inn í Aþenu, upp Akrópólís og til véfréttarinnar í Delfí. Á eftir verður stefnan síðan sett í veipbúð, þar sem fylla þarf á birgðir hópsins, eða þeirra sem þá iðju stunda.

mbl.is

Innlent »

Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot

13:22 Þrír ungir Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúm 16 kíló af kókaíni í gegnum Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1999 og hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Meira »

Lampi úr fataafgöngum á tískuviku

13:20 Lampi og borð úr gömlum bómullar- og ullartextíl sem er pressaður saman verða meðal þess sem íslenska frumkvöðlafyrirtækið FÓLK mun kynna á alþjóðlegu stórsýningunni Maison & Objet sem fram fer í París 6.-10. september og er hluti af tískuvikunni þar í borg. Meira »

„Minni háttar sem betur fer“

12:38 „Þetta var minni háttar sem betur fer. Engin slys og vélin skemmdist lítið,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Kennslu­vél á veg­um akademíunnar hlekkt­ist á í lend­ingu á flug­vell­in­um á Flúðum í morg­un. Meira »

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar

12:25 Arnar Pétursson var fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í maraþoni og er Arnar því Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Hlekktist á við lendingu

12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »

Er ekki nóg að hafa hitt?

11:10 „Eins og flestum mun vera ljóst þá er það að missa barn eitthvað það þungbærasta sem hægt er að ímynda sér. Eitthvað sem enginn vill og enginn ætti að þurfa að lenda í. En lifi maður það af sjálfur verður það kannski til þess að maður kann betur að meta það sem vel hefur tekist til.“ Meira »

Átta nauðganir til rannsóknar

10:51 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði 42 kynferðisbrot, þar af átta nauðganir, á síðasta ári. Slík brot „voru nokkuð mörg“ að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins. Rannsókn kynferðisbrotamálanna er í forgangi hjá embættinu og stefnt er að því að ljúka henni á 60 dögum. Meira »

„Ég er ekki sú sama og ég var“

10:39 „Það er erfitt að setja stiku á breytingarnar sem orðið hafa hjá mér sl. tvö ár. Ég er ekki sú sama og ég var, en hluti af mér er enn til staðar. Eftir að ég stóð upp og sagði frá því að ég væri með Alzheimer upplifði ég frjálsræði og skömmin sem ég upplifði af því að vera með sjúkdóminn hvarf,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Meira »

Aldrei fleiri hlaupið 10 kílómetrana

10:23 Rúmlega sjöþúsund keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hlupu af stað frá Lækjargötu á tíunda tímanum í morgun. Meira »

Miðborgin ein allsherjargöngugata

10:03 Á Menningarnótt er miðborg Reykjavíkur breytt í eina allsherjargöngugötu og lokað fyrir almenna bílaumferð frá Snorrabraut að Ægisgötu klukkan sjö í morgun. Opnað verður aftur fyrir almenna umferð klukkan eitt í nótt. Meira »

Erill hjá lögreglu í nótt

09:14 Tilkynnt var um æstan einstakling í Hlíðahverfi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en eftir viðræður við lögreglu hélt hann sína leið. Þá voru þrír handteknir í miðbænum rétt fyrir miðnætti, grunaðir um innbrot í bifreið. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meira »

36. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafið

08:40 Ræst var út í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í 36. sinn í Lækjargötu nú klukkan 8:40. Keppendur í heil- og hálfmaraþoni eru því lagðir af stað í 21 og 42 kílómetra hlaup. Meira »

Ræddu um að loka Hvalfjarðargöngum

08:18 Spennuþrungið ástand var fram eftir sumri 2018 þegar reynt var að ná samkomulagi við ríkið um hvernig staðið yrði að afhendingu ganganna í lok september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Bankastjóri gekk í hús

08:10 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gekk í hús í nokkrum af þeim götum sem farið verður um í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt samstarfsfólki sínu á fimmtudag og þakkaði fólki fyrir stuðninginn undanfarin ár. Meira »

Hagnaður tryggingafélaga áttfaldast milli ára

07:37 Samanlagður hagnaður stóru tryggingafélaganna þriggja fyrir skatta, TM, Sjóvá og VÍS, nær áttfaldast á milli ára, sé horft til fyrstu sex mánaða þessa árs í samanburði við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Meira »

Viðrar ágætlega til Menningarnætur

07:35 Útlit er fyrir hæga breytilega átt á mestöllu landinu í dag, laugardag, og væntanlega verður skýjað að mestu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða

07:19 Ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að bifreið hans mældist á 185 km/klst, en þar er hámarkshraði 90 km/klst. Meira »

Jarðskjálfti í Krýsuvík í nótt

07:14 Jarðskjálfti af stærð 3,4 varð í Krýsuvík kl. 01:34 í nótt. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið ern voru þeir allir undir 1 að stærð. Meira »

Fyrsta barn ársins fætt í Eyjum

05:30 Fyrsta barn ársins í Vestmannaeyjum fæddist þriðjudaginn 20. ágúst. Það var stúlka, 16 merkur og 53 cm. Að sögn móður stúlkunnar gekk fæðingin vel og heilsast þeim mæðgum vel. Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR STOFUSKÁPUR ( HVÍTLAKKAÐUR) MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...