Hinsta WOW-vélin flogin á brott

Síðasta flugvélin merkt WOW air tók á loft á Keflavíkurflugvelli nú á tíunda tímanum og má ætla að það sé síðasta flug hennar í fjólubláa búningnum. Hún er á leiðinni til eigenda sinna hjá bandaríska flugvélaleigufélaginu ALC, þar sem hennar hefur verið beðið síðan í mars. 

Stefnan er sett á Ljubljana, höfuðborg Slóveníu. Þar er ALC með viðhaldsmiðstöð, þar sem ein vél hins fallna félags var vel að merkja stödd þegar félagið varð gjaldþrota. Þegar vélin tók af stað frá Keflavíkurflugvelli voru þar viðstaddir lögmenn ALC, Oddur Ástráðsson og Eva B. Helgadóttir.

Flug­virkj­ar ALC hafa síðustu daga unnið að því að gera þot­una flug­hæfa en hún lá inni í skemmu mánuðum saman eftir að Isavia kyrrsetti hana sem tryggingu fyrir því að greiddar yrðu um tveggja milljarða heildarskuldir WOW air við ríkisfyrirtækið. 

TF-GPA, vél ALC af gerðinni Airbus A321, er laus úr …
TF-GPA, vél ALC af gerðinni Airbus A321, er laus úr haldi. mbl.is/​Hari

Málinu er þó ekki lokið þótt vélin sé farin úr landi. Oddur Ástráðsson sagði við mbl.is eftir að dómur féll á miðvikudaginn þeim í hag, að sóst yrði eftir skaðabótum vegna tjóns sem hlaust af kyrrsetningunni.

Miðað við það sem lög­menn ALC hafi tekið sam­an sagði hann að þeir teldu tjónið vegna þessara þriggja og hálfs mánaðar vera komið á annað hundrað millj­ón­ir. „Það tjón er meira en það sem WOW skuldaði Isa­via vegna þess­ar­ar þotu.“

Í myndbandinu efst má sjá vélina taka á loft og í síðari hluta þess sést hún silast af stað eftir að flugvirkjar höfðu lokið starfi sínu.

Rétt áður en farið var í loftið.
Rétt áður en farið var í loftið. mbl.is/​Hari
TF-GPA-vélin á leið í loftið.
TF-GPA-vélin á leið í loftið. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert