Malbikunin gengið „gríðarlega vel“

Sumarið er vel nýtt til malbikunarframkvæmda.
Sumarið er vel nýtt til malbikunarframkvæmda. mbl.is/Sigurður Bogi

Áætlað er að malbikun á Hellisheiði ljúki um kl. 4 í nótt og verður þá opnað fyrir alla umferð bæði til austurs og vesturs. Malbikunin hefur gengið „gríðarlega vel,“ samkvæmt upplýsingum frá mal­bik­un­ar­stöðinni Hlaðbæ Colas. Lokað er enn fyrir umferð í átt til vest­urs við Hveragerði og umferð er beint um þrengslin. 

Mal­bik­að er frá Kamba­brún og niður Hvera­dala­brekku og notað er til verksins um 6.000 tonn af mal­biki á þessa níu kílómetra. Malbikun á Hellisheiði heldur áfram eftir versl­un­ar­manna­helg­ina en þá verða þrír kíló­metrar malbikaðir í austurátt að Drottn­ingaplani á Kömb­um.

mbl.is