Miðflokkurinn tekur af Sjálfstæðisflokki

Miðflokkurinn bætir við sig tæpum fjórum prósentustigum frá könnuninni fyrir …
Miðflokkurinn bætir við sig tæpum fjórum prósentustigum frá könnuninni fyrir mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðflokkurinn er hástökkvari nýrrar skoðanakönnunar sem MMR birti í dag. Flokkurinn mælist með 14,4% fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn ef boðað yrði til kosninga í dag. Að sama skapi lækkar fylgi Sjálfstæðisflokksins um rúm 3 prósentustig og mælist hann nú með 19,0% fylgi en er þó eftir sem áður stærstur flokka.

Píratar eru næststærstir, en 14,9% kjósenda hyggjast greiða flokknum atkvæði, litlu fleiri en í síðustu könnun. Skammt undan er Samfylkingin, sem mælist með 13,5% fylgi og tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun.

10,3% kjósenda styðja Vinstri græn, prósenti minna en síðast, og 9,7% Viðreisn sem er á pari við síðustu könnun. Þá mælist fylgi Framsóknarflokksins 8,4% en var 7,7% í síðustu könnun.

Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkur Íslands næðu ekki mönnum á þing ef þetta yrðu niðurstöður kosninga, en hvor flokkur um sig nýtur stuðnings rúmlega 4% kjósenda.

Könnunin var framkvæmd dagana 4. til 17. júlí og voru svarendur 2.031, valdir af handahófi úr hópi álitsgjafa MMR úr þjóðskrá.

mbl.is