Sér ekki eftir ákvörðunum Isavia

Sveinbjörn segir stjórnendur Isavia alltaf hafa verið meðvitaða um að ...
Sveinbjörn segir stjórnendur Isavia alltaf hafa verið meðvitaða um að það væri óvissa sem fælist í þessu máli. Tekin hafi verið meðvituð ákvörðun og áhætta. mbl.is/Hari

„Ég lít svo á að vélin sé farin út af röngum dómi en ekki út af því að við höfum verið að beita þessari kyrrsetningarheimild með röngum hætti. Vélin er farin, ekki af því að við gerðum eitthvað rangt, heldur út af því að héraðsdómur úrskurðaði með röngum hætti,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia í samtali við mbl.is.

Flugvél flugvélaleigurisans ALC flaug af landi brott í morgun og þar með trygging Isavia fyrir 2,2 milljarða uppsafnaðri skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll.

Sveinbjörn tók við starfi forstjóra Isavia eftir að Björn Óli Hauksson lét af störfum í apríl, fyrst til bráðabirgða, en síðan var hann ráðinn til frambúðar 13. júní síðastliðinn.

Hann var áður stjórnandi fjármálasviðs Isavia og segir að þrátt fyrir að hann hafi staðið nærri margumræddum og umdeildum ákvörðunum um að leyfa skuldum WOW air að safnast upp um nokkurt skeið, líti hann svo á að hann geti „algjörlega“ haldið áfram að leiða félagið, þrátt fyrir að minni líkur séu nú á því að þessi skuld innheimtist en var áður en að vélin flaug úr landi, sem sé afleiðing af röngum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í málinu.

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Ljósmynd/Isavia

„Það að tengja það við að einhver þurfi að sæta einhverri ábyrgð, ég tel að svo sé alls ekki,“ segir Sveinbjörn.

Hann segir rangt að tala um þá greiðsluáætlun sem WOW air og Isavia komust að samkomulagi um í októbermánuði sem „samkomulag“ eins og blaðamaður reyndi að gera, heldur fremur yfirlýsingu WOW air um að flugfélagið myndi standa við þau skilyrði sem Isavia hefði sett þeim.

Í þessari yfirlýsingu WOW air fólst að ein þota félagsins myndi ávallt vera til taks á Keflavíkurflugvelli eða með staðfestan komutíma þangað, sem trygging fyrir skuldinni.

„Þetta snýst um það að við erum þarna með flugfélag sem er komið í vanskil og er í greiðsluerfiðleikum og þau nálgast okkur og leggja til að þau geri upp uppsöfnuð vanskil með greiðsluáætlun. […] Þetta er eitthvað sem ég kom að og þrátt fyrir að ég hafi ekki verið forstjóri á þeim tíma þá stóð ég þessu máli nálægt allan tímann,“ segir Sveinbjörn.

Hann segist ekki sjá eftir því að staðið hafi verið málum með þessum hætti. „Alls ekki. Það sem náttúrlega gerist á öllum þessum tíma þegar WOW air er að ganga í gegnum sína endurfjármögnun er það að það liggja alltaf fyrir ákveðnar upplýsingar á hverjum einstökum tíma og það eru teknar ákvarðanir byggðar á þeim upplýsingum,“ segir forstjórinn.

Enginn vildi höggva í WOW air

„Það vildi enginn vera fyrstur til þess að höggva í WOW air. Þegar ég horfi til baka þá efast ég um að ég hefði viljað gera hlutina með einhverjum öðrum hætti, þegar upp er staðið,“ segir Sveinbjörn, sem telur allar ákvarðanir Isavia í tengslum við skuldir WOW air og kyrrsetningu þotunnar hafi verið „teknar með mjög vönduðum og upplýstum hætti“.

Hann leggur áherslu á að Isavia taki sínar ákvarðanir á viðskiptalegum forsendum, en ekki á þeim forsendum að opinbera hlutafélagið hafi eitthvað hlutverk sem opinber aðili. Í því samhengi nefnir hann að Isavia hafi haft tvo milljarða í tekjur af farþegum WOW air í gegnum verslun og veitingarekstur á Keflavíkurflugvelli á síðustu níu mánuðum í lífi flugfélagsins.

Fjólubláa vélin flaug af landi brott í morgun.
Fjólubláa vélin flaug af landi brott í morgun. mbl.is/Hari

„Þannig að við erum að fá verulegan pening af rekstri félagsins inn á bankareikninginn, þó að þessir tveir milljarðar náist ekki að innheimta. Staða Isavia er alltaf betri, heldur en ef við hefðum bara gripið inn í strax síðastliðið haust með kyrrsetningu,“ segir Sveinbjörn.

Hann útvíkkar síðan þessa hugsun: „Það er ekki okkar ábyrgð að standa vörð um íslenska ferðaþjónustu, en ef við lítum til þess að ef að WOW air hefði ekki verið að fljúga hingað í vetur hefði það haft veruleg áhrif á íslenska ferðaþjónustu yfir erfiðasta árstímann. Ég held að allir sem komu að þessum ákvörðunum, hvort sem það erum við eða flugvélaleigusalar eða kröfuhafar eða annað slíkt, hafi bara verið að gera sitt besta og vonast til þess að úr myndi leysast,“ segi Sveinbjörn.

Mikilvægt að „rangur“ úrskurður standi ekki

Forstjórinn segir að nú þegar vélin sé farin liggi ekki ljóst fyrir hvort Landsréttur muni taka kæru Isavia á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur til umfjöllunar. Það sé ekki sjálfgefið, fyrst að vélin sé ekki lengur staðsett á Keflavíkurflugvelli.

„En það er svo mikilvægt fyrir okkur að þessi úrskurður héraðsdóms, af því að hann er að okkar mati rangur, að hann standi ekki sem einhver endanlegur úrskurður. Við höfum alveg leyfi til þess að fá úr því skorið fyrir dómstólum, á æðra dómstigi, hvort að við höfum verið að beita þessari heimild rétt eða rangt,“ segir Sveinbjörn.

Ekki augljóst að ALC geti sótt bætur

Hann segist ósammála því að augljóst sé að ALC geti sótt skaðabætur fyrir það að vélin hafi verið föst á Keflavíkurflugvelli síðan í mars í stað þess að vera á flugi fyrir annað flugfélag.

„Ég hef ekki séð hvaða skaðabótakröfu þau ætla að gera og ég tel rétt að hafa í huga að við erum ekkert alveg sammála því að þau geti sótt þær bætur sem að þau vilja því að það hvílir skylda á aðilum um að takmarka sitt tjón að öllu ráði. Það er alveg ljóst að þau gerðu það ekki á þeim tíma sem vélin var kyrrsett.

Við vorum margoft búin að bjóða upp á það að þau gætu fengið vélina, til dæmis í skiptum fyrir bankaábyrgð og það þyrfti enga millifærslu eða peninga til að gera það. Við reyndum eins og við gátum að finna auðveldu leiðina fyrir þau en þau voru ekki reiðubúin til þess þannig að það er allavega langt frá því augljóst að þau eigi rétt á einhverjum bótum,“ segir Sveinbjörn.

Alltaf meðvituð um óvissu og áhættu

Hann segir stjórnendur Isavia alltaf hafa verið meðvitaða um að það væri óvissa sem fælist í þessu máli, sem úr þyrfti að leysa fyrir dómstólum.

„Þegar mál fara fyrir dómstóla geta þau haldið til hægri eða vinstri eins og við höfum séð svo greinilega núna. Þetta var meðvituð ákvörðun og meðvituð áhætta,“ segir Sveinbjörn.

mbl.is

Innlent »

Fjarveran gagnrýnd

05:30 „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Norðmenn kaupa hlut í Nóa-Síríusi

05:30 Nói-Síríus hf. og Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á 20% hlut í Nóa-Síríusi, að undangengnu samþykki Samkeppniseftirlitsins. Meira »

Eldislax ekki veiðst

05:30 Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám. Meira »

Fylgjast áfram vel með vatninu

05:30 Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum. Meira »

Virða ekki lokun lögreglu

05:30 Dæmi eru um það að ferðamenn hafi ekki fylgt fyrirmælum lögreglu og farið inn á lokað svæði í Reynisfjöru, þar sem skriða féll á þriðjudag. Þetta staðfestir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameinstilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

Í gær, 18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »

Stöðvuðu kannabisrækt í Kópavogi

Í gær, 18:33 Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti um ellefuleytið í morgun vegna erlendra verkamanna sem voru þar í vinnu án allra réttinda. Þá stöðvaði lögregla kannabisræktun í Kópavogi. Meira »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

Í gær, 18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »

„Ekki margar konur úr að velja“

Í gær, 17:59 „Hann hefur sagst ætla að gera tillögu innan þingflokksins, en ómögulegt a segja hver hún verður,“ svarar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er blaðamaður spyr hvort hægt sé að spá fyrir hver tillaga Bjarna Benediktssonar verður um skipun nýs dómsmálaráðherra. Meira »
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR STOFUSKÁPUR ( HVÍTLAKKAÐUR) MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
Útsala .Kommóða ofl.
Til sölu 3ja skúffu kommóða,mjög vel útítandi,ljös viðarlit.. Verð kr 2000.. Ei...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...