Sjólasystkinin ákærð vegna skatta

Frá Tortólu.
Frá Tortólu.

Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega í einu málanna.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti í samtali við mbl.is að um væri að ræða meint brot systkinanna gegn ákvæðum skattalaga.

Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um efni ákæranna, þar sem þær hafa ekki verið birtar systkinunum, en málin verða þingfest í lok ágúst.

Í nóvember árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði sent viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortóla til rannsóknar héraðssaksóknara, en á meðal þess sem kom fram í frétt blaðsins var að aflandsfélög á Tortóla hefðu greitt kreditkortareikninga fyrir einstaklinga í útgerðarfjölskyldunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »