Skoða grindhvalina eftir helgi

Grindhvalir á Gömulueyri á Löngufjörum.
Grindhvalir á Gömulueyri á Löngufjörum. Ljósmynd/David Schwarzhans

Tveir til þrír sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun ætla eftir helgi að skoða tugi grindhvala sem rak á land í Löngufjörum á Snæfellsnesi. Þeim verður flogið með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þetta segir Gísli Arn­ór Vík­ings­son, hvala­sér­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un. 

„Við gerum líffræðilega úttekt á þessu. Tökum mælingar og sýni,“ segir Gísli. Erfitt er að komast að grindhvölunum sem liggja á Gömlueyri í Löngufjörum. Eingöngu er hægt að komst á svæðið á háfjör­u á vel útbúnum bílum eða ríðandi á hestum en þá þarf að hafa hraðar endur áður en fellur aftur að. 

Gísli reiknar ekki með öðru en að grindhvalirnir eigi eftir að liggja þarna ennþá eftir nokkra daga því þeir virðast vera talsvert inn á landi og eru farnir að grafast talsvert ofan í sandinn, af myndum af svæðinu að dæma.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert