Sóttu veikan mann í Drottninguna

Skémmtiferðarskipið Queen Mary 2 kom að landi í Reykjavík í …
Skémmtiferðarskipið Queen Mary 2 kom að landi í Reykjavík í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann um borð í skipið Queen Mary 2, skip breska skipa­fé­lag­sins Cun­ard í gærkvöldi. Beiðni barst Landhelgisgæslunni um klukkan sjö í gærkvöldi þegar skipið var um 80 sjómílum sunnan af Vík í Mýrdal.

Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang var skipið um 20 sjómílum frá landi, og var flogið með manninn á Landspítala í Reykjavík. Ekkert liggur fyrir um veikindi mannsins eða líðan.

Skipið kom að bryggju við Skarfabakka í Sundahöfn í morgun, en þetta er lengsta farþegaskip sem hingað hefur komið. Skipið er 345 metrar að lengd, á við um þrjá fótboltavelli. Farþegar eru 2.620 og í áhöfn eru 1.254 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert