„Stundum þarf að gagnrýna forsetann“

Dr. Munib Younan.
Dr. Munib Younan. mbl.is/Ásdís

„Ég kunni að meta það,“ segir dr. Munib Younan, biskup frá Palestínu sem býr í suðurhluta Jerúsalem, þar sem hann ræðir um það þegar Hatarar drógu upp fána Palestínu í Eurovision-söngvakeppninni í maí. Younan mun halda erindi á Skálholtshátíð í fyrramálið um starf sitt í Mið-Austurlöndum.

Younan, sem er fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins, er það sem mætti kalla „Íslandsvinur“ en þetta er þriðja heimsókn biskupsins hingað. Hann er þekktur fyrir að vera maður samstarfs og samvinnu og nýtur virðingar fyrir að hafa unnið að samstarfi trúarhreyfinga og kirkjudeilda. 

Segir kirkjuna þurfa að leita til allra

Íslendingar verða seint sakaðir um að vera ofsatrúaðir en Younan segir að það verði að spyrja hvers vegna fólkið trúi ekki á Guð.

„Ég virði fólk sem útskýrir sitt mál. Er það vegna þess að það hefur orðið fyrir vonbrigðum með kirkjuna? Er það vegna þess að það trúir í raun og veru ekki? Stundum trúir fólk innst inni en hefur orðið fyrir vonbrigðum eða vill ekki opinbera trú sína,“ segir Younan þegar trúleysi Íslendinga er borið undir hann. 

„Það er skylda kirkjunnar okkar að sjá ekki einungis um þegna kirkjunnar heldur alla; jafnvel þá sem trúa ekki. Við þurfum að leita til þeirra,“ bætir biskupinn við.

Yfirskrift erindisins í Skálholti í fyrramálið er „Just Wars and Just Peace: What is the role of religion in reconciliation?“ 

Younan útskýrir að margir segi honum að kirkjan eigi ekki að tjá sig um almenn „ókirkjuleg“ mál, til að mynda tengd pólitík. „Að mínu mati er kirkjan mikilvægur hluti af samfélaginu og hún ætti tjá sig um gildi: jafnrétti kynjanna, mannréttindi og frelsi.“

Verða að þora að taka slaginn

Biskupinn segir kirkjuna stundum hrædda við að taka þann slag og láta í sér heyra varðandi áðurnefnd málefni. „Við erum hluti af samfélaginu og megum ekki vera hrædd að tala um stjórnmálin, sérstaklega þegar stjórnmálin eru orðin ómannúðleg,“ segir Younan.

Spurður hvort kirkjan vestanhafs ætti að gagnrýna þarlendan forseta, sem þykir ekki vera fremstur á sviði mannréttinda eða jafnréttis, segir Younan að hann sjálfur tilheyri ekki neinum stjórnmálaflokki:

„Ég reyni bara að gera fólki gott. Stundum þarf að gagnrýna forsetann, ekki vegna þess að þú tilheyrir öðrum flokki heldur vegna þess að mannúð og réttlæti keyrir þig áfram. Þannig á kirkjan að starfa. Jafnvel þótt við séum uppnefndir eða skammaðir verðum við að tala frá hjartanu og segja það sem er rétt.“

„Voruð ekki í landi þar sem allt er í himnalagi“

Talið berst að heimkynnum Younan og blaðamaður biður hann um að slá Palestínu inn á kortaforriti Google. Eins og einhverjir kannast eflaust við er Palestína hvergi sjáanleg þar, einungis Ísrael, en biskupinn bendir á suðurhluta Jerúsalem.

Blaðamaður bendir Younan á að hann hafi verið í Tel Aviv fyrir tveimur mánuðum, þar sem atriði Íslands í Eurovision vakti mikla athygli. Biskupinn kunni að meta framgöngu Hatara á úrslitakvöldinu, þar sem liðsmenn hljómsveitarinnar drógu upp fána Palestínu þegar stigin voru kynnt. 

„Þið voruð ekki í landi þar sem allt er í himnalagi, það eru ekki bara Ísraelar í landinu heldur líka Palestínumenn,“ segir biskupinn. 

Younan talaði enn fremur um að honum hefði þótt Hatarar benda á að Palestínumenn þyrftu jafnrétti og tveggja ríkja lausn væri leiðin til þess. „Jerúsalem ætti að vera höfuðborg tveggja ríkja. Vesturhlutinn ætti að vera höfuðborg Ísraels og austurhlutinn höfuðborg Palestínu.“

Hann kveðst hafa heyrt gagnrýni á þá leið að það ætti ekki að blanda saman stjórnmálum og söngvakeppninni. Enn fremur hafi Hatarar verið sakaðir um að „drepa“ stemninguna í tengslum við keppnina „Kommon, Eurovision er pólitísk keppni,“ segir biskupinn. 

„Meginvandamál Mið-Austurlanda eru átökin í Ísrael. Ef þau verða leyst verður friður í öllum Mið-Austurlöndum,“ segir Younan og fannst Hatarar benda á þetta með gjörningi sínum.

„Þess vegna voru margir Palestínumenn, og Ísraelar, ánægðir með framgöngu Hatara. Stundum verðum við að minna heiminn á það sem heimurinn vill ekki vera minntur á.“

Kann ekki við minnihlutatalið

Younan segist njóta þess að vera biskup í Palestínu, hvar lítill hluti íbúa er kristinnar trúar. „Ég nýt þess. Ég er kannski eins og Íslendingur að því leyti að söfnuðurinn er fámennur,“ segir biskupinn og heldur áfram:

„Við viljum ekki kalla okkur minnihluta vegna þess að við erum mikilvægur hluti fólksins. Við erum innan við 2% af íbúafjöldanum.“ Hann talar um að ástandið í Palestínu sé slæmt, fjöldi ungs fólks sé atvinnulaust og margir reyni að yfirgefa svæðið.

„Okkar verkefni er að byggja samfélagið upp sem þegnar landsins. Ég kann ekki við minnihlutatalið. Því meira sem þú hugsar um þig sem minnihluta því minna verður hlutverk þitt í samfélaginu.“

mbl.is

Innlent »

Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot

13:22 Þrír ungir Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúm 16 kíló af kókaíni í gegnum Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1999 og hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Meira »

Lampi úr fataafgöngum á tískuviku

13:20 Lampi og borð úr gömlum bómullar- og ullartextíl sem er pressaður saman verða meðal þess sem íslenska frumkvöðlafyrirtækið FÓLK mun kynna á alþjóðlegu stórsýningunni Maison & Objet sem fram fer í París 6.-10. september og er hluti af tískuvikunni þar í borg. Meira »

„Minni háttar sem betur fer“

12:38 „Þetta var minni háttar sem betur fer. Engin slys og vélin skemmdist lítið,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Kennslu­vél á veg­um akademíunnar hlekkt­ist á í lend­ingu á flug­vell­in­um á Flúðum í morg­un. Meira »

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar

12:25 Arnar Pétursson var fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í maraþoni og er Arnar því Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Hlekktist á við lendingu

12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »

Er ekki nóg að hafa hitt?

11:10 „Eins og flestum mun vera ljóst þá er það að missa barn eitthvað það þungbærasta sem hægt er að ímynda sér. Eitthvað sem enginn vill og enginn ætti að þurfa að lenda í. En lifi maður það af sjálfur verður það kannski til þess að maður kann betur að meta það sem vel hefur tekist til.“ Meira »

Átta nauðganir til rannsóknar

10:51 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði 42 kynferðisbrot, þar af átta nauðganir, á síðasta ári. Slík brot „voru nokkuð mörg“ að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins. Rannsókn kynferðisbrotamálanna er í forgangi hjá embættinu og stefnt er að því að ljúka henni á 60 dögum. Meira »

„Ég er ekki sú sama og ég var“

10:39 „Það er erfitt að setja stiku á breytingarnar sem orðið hafa hjá mér sl. tvö ár. Ég er ekki sú sama og ég var, en hluti af mér er enn til staðar. Eftir að ég stóð upp og sagði frá því að ég væri með Alzheimer upplifði ég frjálsræði og skömmin sem ég upplifði af því að vera með sjúkdóminn hvarf,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Meira »

Aldrei fleiri hlaupið 10 kílómetrana

10:23 Rúmlega sjöþúsund keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hlupu af stað frá Lækjargötu á tíunda tímanum í morgun. Meira »

Miðborgin ein allsherjargöngugata

10:03 Á Menningarnótt er miðborg Reykjavíkur breytt í eina allsherjargöngugötu og lokað fyrir almenna bílaumferð frá Snorrabraut að Ægisgötu klukkan sjö í morgun. Opnað verður aftur fyrir almenna umferð klukkan eitt í nótt. Meira »

Erill hjá lögreglu í nótt

09:14 Tilkynnt var um æstan einstakling í Hlíðahverfi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en eftir viðræður við lögreglu hélt hann sína leið. Þá voru þrír handteknir í miðbænum rétt fyrir miðnætti, grunaðir um innbrot í bifreið. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meira »

36. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafið

08:40 Ræst var út í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í 36. sinn í Lækjargötu nú klukkan 8:40. Keppendur í heil- og hálfmaraþoni eru því lagðir af stað í 21 og 42 kílómetra hlaup. Meira »

Ræddu um að loka Hvalfjarðargöngum

08:18 Spennuþrungið ástand var fram eftir sumri 2018 þegar reynt var að ná samkomulagi við ríkið um hvernig staðið yrði að afhendingu ganganna í lok september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Bankastjóri gekk í hús

08:10 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gekk í hús í nokkrum af þeim götum sem farið verður um í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt samstarfsfólki sínu á fimmtudag og þakkaði fólki fyrir stuðninginn undanfarin ár. Meira »

Hagnaður tryggingafélaga áttfaldast milli ára

07:37 Samanlagður hagnaður stóru tryggingafélaganna þriggja fyrir skatta, TM, Sjóvá og VÍS, nær áttfaldast á milli ára, sé horft til fyrstu sex mánaða þessa árs í samanburði við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Meira »

Viðrar ágætlega til Menningarnætur

07:35 Útlit er fyrir hæga breytilega átt á mestöllu landinu í dag, laugardag, og væntanlega verður skýjað að mestu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða

07:19 Ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að bifreið hans mældist á 185 km/klst, en þar er hámarkshraði 90 km/klst. Meira »

Jarðskjálfti í Krýsuvík í nótt

07:14 Jarðskjálfti af stærð 3,4 varð í Krýsuvík kl. 01:34 í nótt. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið ern voru þeir allir undir 1 að stærð. Meira »

Fyrsta barn ársins fætt í Eyjum

05:30 Fyrsta barn ársins í Vestmannaeyjum fæddist þriðjudaginn 20. ágúst. Það var stúlka, 16 merkur og 53 cm. Að sögn móður stúlkunnar gekk fæðingin vel og heilsast þeim mæðgum vel. Meira »
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...