Þyrftu þyrlu til að komast á staðinn

Hræ grindhvala lágu í Löngufjörum þegar þyrluflugmann og bandaríska ferðamenn ...
Hræ grindhvala lágu í Löngufjörum þegar þyrluflugmann og bandaríska ferðamenn bar þar að garði í gær. Ljósmynd/David Schwarzhans

Það þyrfti þyrlu til að koma vísindamönnum á þann stað í Löngufjörum þar sem tugi grindhvala rak á land og því horfir ekki vel með sýnatöku. Þetta segir Gísli Arnór Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

„Við spáðum í að fara á staðinn en þegar við komumst að því að þetta væri svo óaðgengilegt að það þyrfti helst þyrlu og jafnvel þá væri staðurinn bara aðgengilegur á háfjörunni virtist þetta vera illgerlegt fyrir okkur,“ segir Gísli í samtali við mbl.is. Hafrannsóknastofnun hafi hvorki aðgang að þyrlu né fjármuni til að leigja slíkt. Starfsmenn stofnunarinnar hafa þó ekki útilokað að komast á staðinn og eru enn að kanna hvort það sé mögulegt.

„Landeigandi segir þetta ekki aðgengilegt nema í þyrlu og þá jafnvel bara stuttan tíma í senn,“ bætir Gísli við, en hann hafði hugsað sér að fara á staðinn. „Það væri hugsanlega hægt að fara þetta á hesti, en það er ekki neitt sem við höfum yfir að ráða.“

Erfitt að fjarlægja dýrin og urða

 „Ákveðið verkferli er sett í gang þegar það verður hvalreki og fá þá fjórar stofnanir tilkynningar — Umhverfisstofnun, Hafrarannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og svo viðkomandi heilbrigðiseftirlit. „Það er búið að láta alla vita af þessu,“ segir Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Gísli segir Hafrannsóknastofnun hafa látið stofnanirnar vita að sérfræðingar hennar vildu gjarnan fá fréttir af því ætluðu hinar stofnanirnar að senda einhvern á staðinn. Hann telur þó ólíklegt að það gerist og hefur því áhuga á að fá einnig af því fréttir ætli einhverjir ótengdir stofnunum á staðinn.

Mesti fjöldinn frá því í Þorlákshöfn 1986

Gunnar segir jörðina þar sem hvalina rak á land vera í einkaeigu og það er því á ábyrgð landeiganda að grípa til aðgerða vegna grindhvalanna, telji hann þess vera þörf.

Aðstæður hljóma þó þannig að erfitt væri að fjarlægja dýrin og urða og segir Gísli ekki endilega þörf á því þar sem staðurinn sé afskekktur. „Þetta er auðvitað bara náttúrulegt fyrirbæri sem hefur gerst með reglulegu millibili. Þessi tegund er fræg fyrir þetta og að því leyti er þetta náttúrulegt fyrirbrigði þó að auðvitað sé þetta afbrigðilegt. Búsvæði grindhvala er í djúphafinu og þess vegna lenda þeir í vandræðum þegar þeir fara upp á grynningar.“

Spurður hvort ekki sé slæmt fyrir vistkerfi staðarins að tugur dýra sé þar að rotna á sama tíma, segir Gísli náttúruna ganga tiltölulega fljótt frá hræjunum. „Mun stærri hvalir hverfa fljótt,“ segir hann og kveðst ekki telja umhverfisvá stafa af þessu. „Dýr drepast í náttúrunni og rotna, en þetta eru vissulega mörg dýr á litlum stað.“

Fjölda hvalanna sem drapst nú segir Gísli enda líklega vera þann mesta frá því árið 1986, þegar 148 hvalir gengu á land í nágrenni Þorlákshafnar og drápust. „Þá var þetta alveg ofan í þorpinu og í slíkum aðstæðum var allt annað dæmi, þá veldur lyktin ama og þess vegna þurfti að fjarlægja þá.“

Hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunnar segir þetta mesta fjölda grindhvala sem drepist hafi ...
Hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunnar segir þetta mesta fjölda grindhvala sem drepist hafi hér við land frá 1986. Ljósmynd/David Schwarzhans
mbl.is

Innlent »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

Í gær, 19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

Í gær, 19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »

Bækur og baðstrandir Braga á Skaga

Í gær, 19:15 Bragi er búinn að standa í bókaútgáfu í nær 60 ár og nú þarf að flytja bækurnar úr einbýlishúsinu yfir í fjölbýlishúsið. Ærið verkefni. En Skaginn er í blússandi uppgangi og Bragi fylgist ánægður með. Meira »

Lambahryggir vógu að rótum hjartans

Í gær, 18:30 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi ráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni á Hólahátíð í dag. Eða það sagði hún að hún ætlaði að gera, í samtali við mbl.is fyrr í dag, þar sem hún deildi hluta af Hólaræðu sinni og hugleiðingum um hin ýmsu mál. Meira »

Útkall vegna brimbrettakappa

Í gær, 17:59 Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Siglufirði voru kallaðar út síðdegis vegna brimbrettakappa sem voru komnir í ógöngur við fjöruna við Kleifarveg í Ólafsfirði. Þeir komust sjálfir í land. Meira »

Þvoi bíla frekar á þvottaplönum

Í gær, 17:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur beinir því til íbúa borgarinnar að bílaþvottur með efnum við heimahús sé alls ekki æskilegur, eftirlitið fær á hverju ári ábendingar um mengun sem berst með ofanvatni í árnar, vötnin og strandsjóinn í Reykjavík. Meira »

Vetraráætlun tekur gildi á morgun

Í gær, 17:35 Vetraráætlun Strætó tekur gildi á morgun og verða þá ákveðnar breytingar gerðar á leiðakerfi fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Heimsókn eftir sjö áratugi

Í gær, 17:30 Fjarlægð og tími fá ekki grandað fallegum vinskap vinkvennanna Ásu Jónsdóttur og danskrar æskuvinkonu hennar Anne Lise Caiezza. Nú, tæpum sjö áratugum síðar er Anne Lise loks komin í heimsókn til Íslands í fyrsta sinn. Meira »

Fékk áfall þegar hann sá myndbandið

Í gær, 16:35 Ugg setur að íbúum í Vesturbænum eftir að íbúi á Álagranda birti myndband af bréfbera sem reyndi að fara inn á heimili hans að næturlagi. Póstdreifing sá til þess að bréfberanum yrði vikið úr starfi. Meira »

Hvað viltu vinkonu minni?

Í gær, 15:50 „Fram að þessu höfum við ekki haft tækjabúnað til að kanna nákvæmlega hversu langt kríurnar fara, hvaða leiðir þær fara og hversu oft þær stoppa á leiðinni, ef þær stoppa þá yfirleitt, hvað þær eru lengi á leiðinni og hversu hátt þær fljúga, svo dæmi sé tekið.“ Meira »

Leit með kafbáti ekki borið árangur

Í gær, 14:50 Leit að líki belgíska ferðamannsins sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn í vikunni hófst að nýju klukkan níu í morgun og stendur enn yfir. Í dag hefur leitin einungis farið fram með litlum kafbáti eða neðansjávardróna sem stjórnað er af tveimur mönnum í báti. Meira »

Launahækkanir ríkisforstjóra „sláandi“

Í gær, 13:27 „Mér finnst mest sláandi við þetta hvað það er við fyrstu sýn mikið ósamræmi í launaákvörðunum eftir fyrirtækjum. Það er merkilegt að sjá að það virðist ekki vera nein samræmd stefna ríkisins hvað varðar þessi mál,“ segir þingmaður Viðreisnar, um launahækkanir ríkisforstjóra síðustu tvö ár. Meira »

Okjökull kvaddur með viðhöfn

Í gær, 12:48 „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok en hann er fyrstur íslenskra jökla til að hverfa á tímum loftslagsbreytinga,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem í dag er viðstödd fjölmenna minningarathöfn um Okjökul í Borgarfirði. Meira »

Samband Íslands og Þýskalands

Í gær, 12:15 „Þessar heimsóknir leiðtoga Þýskalands leiða hugann að margþættu sambandi ríkjanna tveggja, Íslands og Þýskalands, sem á sér aldalanga sögu,“ skrifar Svana Helen Björnsdóttir í tilefni af komu Angelu Merkel Þýskalandskanslara til Íslands á morgun. Meira »

Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum

Í gær, 08:48 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það sé ef til vill skynsamlegt að leggja niður útvarpsgjaldið og setja starfsemi RÚV alfarið á fjárlög. Honum líst vel á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, en segir það aðra umræðu hvort „bæta“ þurfi ríkisfyrirtækinu tekjutapið. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...