Þyrftu þyrlu til að komast á staðinn

Hræ grindhvala lágu í Löngufjörum þegar þyrluflugmann og bandaríska ferðamenn ...
Hræ grindhvala lágu í Löngufjörum þegar þyrluflugmann og bandaríska ferðamenn bar þar að garði í gær. Ljósmynd/David Schwarzhans

Það þyrfti þyrlu til að koma vísindamönnum á þann stað í Löngufjörum þar sem tugi grindhvala rak á land og því horfir ekki vel með sýnatöku. Þetta segir Gísli Arnór Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

„Við spáðum í að fara á staðinn en þegar við komumst að því að þetta væri svo óaðgengilegt að það þyrfti helst þyrlu og jafnvel þá væri staðurinn bara aðgengilegur á háfjörunni virtist þetta vera illgerlegt fyrir okkur,“ segir Gísli í samtali við mbl.is. Hafrannsóknastofnun hafi hvorki aðgang að þyrlu né fjármuni til að leigja slíkt. Starfsmenn stofnunarinnar hafa þó ekki útilokað að komast á staðinn og eru enn að kanna hvort það sé mögulegt.

„Landeigandi segir þetta ekki aðgengilegt nema í þyrlu og þá jafnvel bara stuttan tíma í senn,“ bætir Gísli við, en hann hafði hugsað sér að fara á staðinn. „Það væri hugsanlega hægt að fara þetta á hesti, en það er ekki neitt sem við höfum yfir að ráða.“

Erfitt að fjarlægja dýrin og urða

 „Ákveðið verkferli er sett í gang þegar það verður hvalreki og fá þá fjórar stofnanir tilkynningar — Umhverfisstofnun, Hafrarannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og svo viðkomandi heilbrigðiseftirlit. „Það er búið að láta alla vita af þessu,“ segir Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Gísli segir Hafrannsóknastofnun hafa látið stofnanirnar vita að sérfræðingar hennar vildu gjarnan fá fréttir af því ætluðu hinar stofnanirnar að senda einhvern á staðinn. Hann telur þó ólíklegt að það gerist og hefur því áhuga á að fá einnig af því fréttir ætli einhverjir ótengdir stofnunum á staðinn.

Mesti fjöldinn frá því í Þorlákshöfn 1986

Gunnar segir jörðina þar sem hvalina rak á land vera í einkaeigu og það er því á ábyrgð landeiganda að grípa til aðgerða vegna grindhvalanna, telji hann þess vera þörf.

Aðstæður hljóma þó þannig að erfitt væri að fjarlægja dýrin og urða og segir Gísli ekki endilega þörf á því þar sem staðurinn sé afskekktur. „Þetta er auðvitað bara náttúrulegt fyrirbæri sem hefur gerst með reglulegu millibili. Þessi tegund er fræg fyrir þetta og að því leyti er þetta náttúrulegt fyrirbrigði þó að auðvitað sé þetta afbrigðilegt. Búsvæði grindhvala er í djúphafinu og þess vegna lenda þeir í vandræðum þegar þeir fara upp á grynningar.“

Spurður hvort ekki sé slæmt fyrir vistkerfi staðarins að tugur dýra sé þar að rotna á sama tíma, segir Gísli náttúruna ganga tiltölulega fljótt frá hræjunum. „Mun stærri hvalir hverfa fljótt,“ segir hann og kveðst ekki telja umhverfisvá stafa af þessu. „Dýr drepast í náttúrunni og rotna, en þetta eru vissulega mörg dýr á litlum stað.“

Fjölda hvalanna sem drapst nú segir Gísli enda líklega vera þann mesta frá því árið 1986, þegar 148 hvalir gengu á land í nágrenni Þorlákshafnar og drápust. „Þá var þetta alveg ofan í þorpinu og í slíkum aðstæðum var allt annað dæmi, þá veldur lyktin ama og þess vegna þurfti að fjarlægja þá.“

Hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunnar segir þetta mesta fjölda grindhvala sem drepist hafi ...
Hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunnar segir þetta mesta fjölda grindhvala sem drepist hafi hér við land frá 1986. Ljósmynd/David Schwarzhans
mbl.is

Innlent »

Hófst af sjálfum sér til auðs og umsvifa

Í gær, 23:34 Danir syrgja nú litríkasta og vinsælasta kaupsýslumann sinn, Lars Larsen. Hann lést á heimili sínu í Silkeborg á Jótlandi á mánudaginn, 71 árs gamall eftir að hafa barist við krabbamein um nokkurt skeið. Meira »

Fagmaður með úr og liti fram í fingurgóma

Í gær, 22:49 Þegar Garðar Ólafsson hafði starfað sem úrsmiður í um hálfa öld og hætti með samnefnda verslun sín á Lækjartorgi, þar sem hann hóf eigin rekstur 1956, tók hann upp penslana af alvöru og hefur einbeitt sér að málverkinu undanfarin 16 ár. Meira »

Þriðja skriðan á 10 árum

Í gær, 22:28 Áætlað rúmmál skriðunnar sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun eru 25.000 rúmmetrar, en skriðan er sú þriðja sem fellur í fjöruna á 10 árum. Meira »

Tveir á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:48 Tveir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bíla við gatnamót Lyngáss og Lækjarfits í Garðabæ upp úr klukkan 21 í kvöld. Meira »

Tvö tonn á tveimur tímum

Í gær, 21:47 Sundhópurinn Marglytturnar, Blái herinn og hópur sjálfboðaliða, alls um sextíu manns, tíndu upp um tvö tonn af rusli í Mölvík við Grindavík í kvöld. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók þátt í hreinsuninni og stóð hann sig gríðarlega vel að sögn skipuleggjanda. Meira »

Málið „fullskoðað og fullrætt“

Í gær, 21:32 Formaður Sjálfstæðisflokksins telur flokkinn ekki standa frammi fyrir klofningi vegna þriðja orkupakkans þrátt fyrir að málið sé umdeilt í stórum og breiðum flokki. Þar takist ólík sjónarmið á, en flokkurinn þoli vel umræður og átök. Meira »

Styrkja tengslin við Grænland

Í gær, 20:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Ane Lone Bagger sem fer með utanríkismál í grænlensku landsstjórninni. Meira »

Allrahanda tapaði hálfum milljarði

Í gær, 20:22 Ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL, sem rekur Gray Line og Airport Express, tapaði 517 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Tapið rúmlega tvöfaldaðist frá fyrra ári, er það var 195 milljónir króna. Meira »

Nýr dómsmálaráðherra í september

Í gær, 20:14 Til stendur að tilkynna um nýjan dómsmálaráðherra áður en þing hefst í september, en boðað hefur verið til ríkisráðsfund 6. september og segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mögulegt að „formlegheitin“ verði kláruð á fundinum. Meira »

Bílarnir komust ekki úr Herjólfi

Í gær, 19:59 Bilun varð í dag í stýringu á hlera nýja Herjólfs sem opnar fyrir bílana um borð í skipinu. Skipinu var snúið við og reynt að koma bílunum út öfugu megin í höfninni í Eyjum. Reynt var að bakka þeim út eða snúa þeim við í bíladekkinu. Vegna bilunarinnar verður gamli Herjólfur notaður í staðinn. Meira »

Bergið opnar dyr sínar á Suðurgötu

Í gær, 19:25 „Við erum byrjuð að opna dyrnar, við erum búin að opna símann og opna vefspjallið en formlega opnunin okkar er á Menningarnótt og mánudaginn þar á eftir, 26. ágúst,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins Headspace, í samtali við mbl.is. Meira »

Enginn vilji til að fara milliveg

Í gær, 19:09 Hjón sem höfðuðu dómsmál gegn Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni náðu ekki samkomulagi við félagið í dag um að fá íbúð sína í Árskógum afhenta. Meira »

Íslendingur með 3. vinning í Víkingalottó

Í gær, 18:41 Heppinn Íslendingur hlaut 3. vinning í Víkingalottó í kvöld og fékk rúmlega 1,2 milljónir í sinn hlut. Miðann keypti hann í Bjarnarbúð í Biskupstungum. Meira »

Ferðamenn reknir í burtu af svæðinu

Í gær, 18:02 Um þrjátíu ferðamenn sem höfðu virt að vettugi borða sem girðir af austasta hluta Reynisfjöru voru reknir þaðan í burtu í dag. Þau voru í stórhættu,” segir Sigurður Sigurbjörnsson lögreglumaður. Meira »

Í nálgunarbann vegna ofbeldis og áreitni

Í gær, 17:32 Nálgunarbann karlmanns gagnvart konu og barnungri dóttur hennar var staðfest með úrskurði Landsréttar í gær, en maðurinn liggur undir rökstuddum grun um kynferðis- og ofbeldisbrot, hótanir, áreiti og ónæði gagnvart konunni, dótturinni og nátengdum fjölskyldumeðlimum þeirra. Meira »

„Höfum elt makrílinn í allar áttir“

Í gær, 17:24 „Það hefur allt gengið að óskum. Aflinn er yfirleitt mjög góður en það kemur fyrir að hann detti niður í nokkra klukkutíma inn á milli. Það er mikil ferð á makrílnum en það er engu líkara en að hann gangi í hringi þegar hann er kominn þarna út,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK. Meira »

Kalla eftir nýjum virkjanahugmyndum

Í gær, 16:25 Orkustofnun kallar eftir nýjum hugmyndum að virkjunum vegna fjórða áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda. Er það í samræmi við ákvæði rammaáætlunar um að beiðnir um að verkefnisstjórn fjalli um virkjanahugmyndir, skuli sendar Orkustofnun. Meira »

Keppa í nákvæmnisakstri

Í gær, 16:15 Kvartmíluklúbburinn heldur svokallað eRally á föstudag og laugardag. Um er að ræða eina umferð í alþjóðlegri mótaröð FIA, alþjóðlega aksturssambandsins, undir heitinu Electric and New Energy Championship. Meira »

Solberg fór snemma heim vegna vegtolla

Í gær, 16:01 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, var ekki viðstödd kvöldverð leiðtoga Norðurlandanna í gærkvöldi. Skundaði hún heim til þess að miðla málum í deilu innan ríkisstjórnar Noregs um vegtolla og lenti á Gardermoen-flugvelli um klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Meira »
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Sultukrukkur, minibarflöskur...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir h...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...